Ákallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er siðferðileg skylda hvers manns að rétta einstaklingi í háska hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því alvarlegri sem háskinn er því mikilvægari er hjálpin. Það er engin tilviljun að í hegningarlögum er ákvæði sem kveður á um að hægt sé að hegna manni sem komi ekki til hjálpar þeim sem staddur er í lífsháska. Þarna er þung áhersla á þá skyldu einstaklinga að bregðast við í slíkri stund, en líta ekki undan. Í íslensku samfélagi er fjöldi fólks í lífshættu vegna óstjórnlegrar fíknar sem er að leggja líf þess í rúst. Fólk visnar, nær ekki að njóta sín og á ekki raunverulega tilveru því fíknin stjórnar lífi þess. Þessir einstaklingar eru í stöðugri nánd við dauðann sem getur hremmt þá hvenær sem er. Fjölskyldur og vinir lifa í ótta um það sem gerast kann og vilja allt reyna til að koma viðkomandi á rétta braut. Fíkn leiðir ógæfu yfir fjölskyldur, eyðileggur líf og deyðir manneskjur. Þegar staðan er orðin svo alvarleg að fíknisjúkdómar eru algengasta banamein fólks á milli átján ára og fertugs þá getur enginn litið undan og látið eins og honum komið málið ekki við – allra síst stjórnvöld. Ekki verða þau dregin fyrir dóm vegna aðgerðarleysis og þeim hegnt, eins og mögulegt er að gera bregðist einstaklingur þeirri skyldu að koma til hjálpar þeim sem er í lífsháska. Samt er það svo að stjórnvöld hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að koma til hjálpar einstaklingum sem eru í lífshættu. Þegar 600 manns í bráðri hættu eru á biðlista á Vogi eftir áfengis- og vímuefnameðferð þá þarf ekki mikla næmni til að átta sig á að þann biðlista þarf með öllum ráðum að stytta. Þegar ljóst er að 200 milljónir þarf á ári til að losna við biðlistann þá fer ekki milli mála hvað þarf að gera. Það þarf að auka árleg framlög til sjúkrahússins á Vogi og bjarga þannig mannslífum. Á dögunum voru haldnir tónleikar í Háskólabíói þar sem margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar komu fram í ákalli til stjórnvalda um að bjarga lífi þeirra sem eru í hættu vegna fíknar. Þangað mættu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fluttu ræður þar sem inntakið var: Við stöndum með ykkur. Það dugar ekki að stjórnmálamenn mæti á fund og lýsi þar yfir stuðningi við málstað, en aðhafist síðan ekkert. Það er vitað hvað þarf – 200 milljónir til að bjarga mannslífum. Ótal sinnum, oftar en tölu verður á komið, hafa stjórnvöld bruðlað með fé, hvernig væri að setja pening í verkefni sem bjargar lífi fólks? Það er furðulegt hversu erfitt er fyrir stjórnmálamenn að vakna til meðvitundar í þessu máli. Þá þarf þjóðin að sameinast og vekja þá. Tilraun til þess er gerð á undirskriftasíðunni akall.is en þar hafa þegar tæplega 18.000 skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita það sem þarf til að útrýma biðlistum á Vogi. Því ákalli ber stjórnvöldum að hlýða.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar