Vilja hundruð milljóna til baka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. nóvember 2018 07:00 Arnar Sigurðarson segir tollstjóra beita öðrum viðmiðunum en gert sé í öllum öðrum löndum. Fréttablaðið/Ernir „Við erum með mjög sterkt mál í höndunum,“ segir Arnar Sigurðarson, framkvæmdastjóri BRP-umboðs Ellingsen, um deilu innflutningsfyrirtækja og tollstjóra um vörugjöld á ökutæki sem fyrirtækin skilgreina sem dráttarvélar en tollurinn ekki.Fréttablaðið sagði 1. nóvember frá viðskiptum Kristjáns Kjartanssonar í Eyjafirði og tollstjóra vegna kaupa Kristjáns á léttdráttarvél að utan. Kristján á að greiða 30 prósent vörugjald sem hann telur ekki fót fyrir. Arnar segir að með reglugerðarbreytingum hjá Evrópusambandinu fyrir tæpum þremur árum hafi verið víkkaður út ramminn fyrir tæki sem flokkist sem dráttarvélar. „Framleiðendur fóru þá að framleiða útgáfur af fjórhjólum, sexhjólum og buggy-bílum sem eru léttdráttarvélar. Fyrir óreynda hafa þessi tæki ytri ásýnd fjórhjóls eða sexhjóls en eiginleikarnir eru allt aðrir. Þetta eru tæki sem eru með takmarkaðan hámarkshraða, eru allt öðru vísi uppbyggð, miklu dýrari í framleiðslu og hafa margfalda dráttargetu á við venjulegt fjórhjól,“ útskýrir Arnar. Eftir breytinguna hófu langflestir innflutningsaðilar að sögn Arnars að flytja inn þessi tæki sem dráttarvélar í ársbyrjun 2016. „Það var gert í sama vörugjaldaflokki og sama tollnúmeri eins og er gert alls staðar annars staðar í Evrópu. Samgöngustofa úrskurðar í hvaða flokk hjólin fara í og þau eru öll skráð sem léttdráttarvélar,“ segir hann. Tollstjóri gerði hins vegar athugasemdir. „Þeir taka bara geðþóttaákvörðun hjá embætti tollstjóra haustið 2017 og færa vörugjöldin upp í 30 prósent og leggja endurálagningu á alla innflutningsaðila auk þess að sekta sem nam 50 prósentum ofan á vörugjöldin. Þetta voru upphæðir sem námu hundruðum milljóna,“ segir Arnar. Þetta hafi knésett sum minni fyrirtækin og algert hrun hafi orði í sölu.Kristján Kjartansson vildi létta sér snjómoksturinn með aðgengilegri dráttarvél en tollurinn setur strik í reikninginn.Fréttablaðið/AuðunnÁkvörðun tollstjóra var kærð til yfirskattanefndar. Arnar kveðst bjartsýnn. „Það eru að minnsta kosti þrír fordæmisgefandi dómar sem hafa fallið í Evrópu. Alls staðar annars staðar í heiminum bera þessi tæki núll prósent. Ísland er eina landið í heiminum sem er ekki að gera þetta svona.“ Meðal annars er tekist á um hvort styðjast eigi við skráningu Samgöngustofu á dráttargetu tækjanna sem byggir á svokölluðu CoC-vottorði eða upplýsingar framleiðenda sem segja dráttargetuna meiri. Í umsögn til yfirskattanefndar áréttar tollstjóri að við tollflokkun sé embættið bundið af íslenskum lögum og skýringum og leiðbeiningum alþjóðlegu tollasamtakanna WCO. Embættið leiti einnig að áliti og upplýsingum frá öðrum ríkjum og frá ESB varðandi tollskrárnúmer. „Aftur á móti telur embættið sig hvorki bundið af skýringarbókum ESB né bindandi álitum ESB enda eru tolla- og skattamál ekki hluti af EES-samkomulaginu, jafnvel þótt slík lögskýringargögn ESB geti í einhverjum tilfellum verið notuð til stuðnings ákveðnum sjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Tollstjóri segir eðlilegasta mælikvarðann á dráttargetuna vera skráningu Samgöngustofu. Samkvæmt henni sé langt frá því að dráttargeta ökutækjanna sem deilt er um sé að minnsta kosti tvöföld þyngd tækjanna. Þau geti því ekki flokkast sem dráttarvélar. „Ef fallist er á þá afstöðu tollstjóra, að aðeins eigi að líta til upplýsinga í CoC-vottorði við mat á dráttargetu, virðist ljóst að ekki einu sinni hefðbundin Massey Ferguson dráttarvél getur talist dráttarvél. Þarf vart að hafa um þetta frekari orð,“ segir í bréfi sem lögmaðurinn Víðir Smári Petersen sendi fyrir hönd kæranda til yfirskattanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Traktornum var breytt í golfbíl hjá tollinum Áttræður Eyfirðingur er ósáttur við að dráttarvél sem hann keypti að utan til að auðvelda snjómokstur á heimreiðinni sé tolluð sem golfbíll. Verðið hækkaði um hálfa milljón. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
„Við erum með mjög sterkt mál í höndunum,“ segir Arnar Sigurðarson, framkvæmdastjóri BRP-umboðs Ellingsen, um deilu innflutningsfyrirtækja og tollstjóra um vörugjöld á ökutæki sem fyrirtækin skilgreina sem dráttarvélar en tollurinn ekki.Fréttablaðið sagði 1. nóvember frá viðskiptum Kristjáns Kjartanssonar í Eyjafirði og tollstjóra vegna kaupa Kristjáns á léttdráttarvél að utan. Kristján á að greiða 30 prósent vörugjald sem hann telur ekki fót fyrir. Arnar segir að með reglugerðarbreytingum hjá Evrópusambandinu fyrir tæpum þremur árum hafi verið víkkaður út ramminn fyrir tæki sem flokkist sem dráttarvélar. „Framleiðendur fóru þá að framleiða útgáfur af fjórhjólum, sexhjólum og buggy-bílum sem eru léttdráttarvélar. Fyrir óreynda hafa þessi tæki ytri ásýnd fjórhjóls eða sexhjóls en eiginleikarnir eru allt aðrir. Þetta eru tæki sem eru með takmarkaðan hámarkshraða, eru allt öðru vísi uppbyggð, miklu dýrari í framleiðslu og hafa margfalda dráttargetu á við venjulegt fjórhjól,“ útskýrir Arnar. Eftir breytinguna hófu langflestir innflutningsaðilar að sögn Arnars að flytja inn þessi tæki sem dráttarvélar í ársbyrjun 2016. „Það var gert í sama vörugjaldaflokki og sama tollnúmeri eins og er gert alls staðar annars staðar í Evrópu. Samgöngustofa úrskurðar í hvaða flokk hjólin fara í og þau eru öll skráð sem léttdráttarvélar,“ segir hann. Tollstjóri gerði hins vegar athugasemdir. „Þeir taka bara geðþóttaákvörðun hjá embætti tollstjóra haustið 2017 og færa vörugjöldin upp í 30 prósent og leggja endurálagningu á alla innflutningsaðila auk þess að sekta sem nam 50 prósentum ofan á vörugjöldin. Þetta voru upphæðir sem námu hundruðum milljóna,“ segir Arnar. Þetta hafi knésett sum minni fyrirtækin og algert hrun hafi orði í sölu.Kristján Kjartansson vildi létta sér snjómoksturinn með aðgengilegri dráttarvél en tollurinn setur strik í reikninginn.Fréttablaðið/AuðunnÁkvörðun tollstjóra var kærð til yfirskattanefndar. Arnar kveðst bjartsýnn. „Það eru að minnsta kosti þrír fordæmisgefandi dómar sem hafa fallið í Evrópu. Alls staðar annars staðar í heiminum bera þessi tæki núll prósent. Ísland er eina landið í heiminum sem er ekki að gera þetta svona.“ Meðal annars er tekist á um hvort styðjast eigi við skráningu Samgöngustofu á dráttargetu tækjanna sem byggir á svokölluðu CoC-vottorði eða upplýsingar framleiðenda sem segja dráttargetuna meiri. Í umsögn til yfirskattanefndar áréttar tollstjóri að við tollflokkun sé embættið bundið af íslenskum lögum og skýringum og leiðbeiningum alþjóðlegu tollasamtakanna WCO. Embættið leiti einnig að áliti og upplýsingum frá öðrum ríkjum og frá ESB varðandi tollskrárnúmer. „Aftur á móti telur embættið sig hvorki bundið af skýringarbókum ESB né bindandi álitum ESB enda eru tolla- og skattamál ekki hluti af EES-samkomulaginu, jafnvel þótt slík lögskýringargögn ESB geti í einhverjum tilfellum verið notuð til stuðnings ákveðnum sjónarmiðum,“ segir í umsögninni. Tollstjóri segir eðlilegasta mælikvarðann á dráttargetuna vera skráningu Samgöngustofu. Samkvæmt henni sé langt frá því að dráttargeta ökutækjanna sem deilt er um sé að minnsta kosti tvöföld þyngd tækjanna. Þau geti því ekki flokkast sem dráttarvélar. „Ef fallist er á þá afstöðu tollstjóra, að aðeins eigi að líta til upplýsinga í CoC-vottorði við mat á dráttargetu, virðist ljóst að ekki einu sinni hefðbundin Massey Ferguson dráttarvél getur talist dráttarvél. Þarf vart að hafa um þetta frekari orð,“ segir í bréfi sem lögmaðurinn Víðir Smári Petersen sendi fyrir hönd kæranda til yfirskattanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Traktornum var breytt í golfbíl hjá tollinum Áttræður Eyfirðingur er ósáttur við að dráttarvél sem hann keypti að utan til að auðvelda snjómokstur á heimreiðinni sé tolluð sem golfbíll. Verðið hækkaði um hálfa milljón. 1. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sjá meira
Traktornum var breytt í golfbíl hjá tollinum Áttræður Eyfirðingur er ósáttur við að dráttarvél sem hann keypti að utan til að auðvelda snjómokstur á heimreiðinni sé tolluð sem golfbíll. Verðið hækkaði um hálfa milljón. 1. nóvember 2018 07:00