Vilja úthýsa mentóli úr vindlingum vestanhafs Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 16:24 Mentólið gæti verið á útleið úr bandarískum sígarettum. Getty/Oliverhelbig Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er sagt hafa í hyggju að leggja til bann við mentól-sígarettum þar í landi. Tillagan er liður í herferð stofnunarinnar gegn bragðbættum rafrettum og öðrum tóbaksvörum. Eins og fram kemur í umfjöllun New York Times um málið er þó ekki hlaupið að því að innleiða slíkt bann. Tillagan þyrfti að velkjast lengi um í bandarísku stjórnkerfi áður en það yrði leitt í lög. Áætlað er að ferlið muni hið minnsta taka um tvö ár - ekki síst ef tóbaksframleiðendur myndu setja sig upp á móti því. Andstaða tóbaksrisanna ætti ekki að koma á óvart enda hefur hið fyrirhugaða bann þegar haft áhrif á afkomu þeirra. Greint var frá því í morgun að hlutabréfverð í tveimur stærstu tóbaksframleiðendum Bretlandseyja hafi fallið mikið frá opnun markaða. Áætlað er að annað þesssara fyrirtækja, British American Tobacco (BAT), hafi haft um fjórðung tekna sinna á síðustu árum af sölu mentól-sígaretta. Mögulegt mentól-bann kom því illa við fjárfesta, sem fluttu fjármuni sína úr BAT þegar markaðir opnuðu aftur eftir helgina.Áður verið til skoðunar Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að mentól-sígarettur væru hættulegri heilsu manna en hefðbundnar sígarettur, ekki síst vegna þess að það virðist vera erfiðara að losa sig úr fjötrum mentól-fíknar. Baráttufólk fyrir lýðheilsu hefur því lengi kallað eftir því að sala þeirra verði bönnuð. Yfirmaður stofnunarinnar, Dr. Scott Gottlieb, hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en í nýlegu viðtali sagði hann að undirmenn hans væru með málið til skoðunar. Mentól-bannið hafi áður komið til tals og er það skoðun Dr. Gottlieb að það hafi verið mistök að hverfa frá því á sínum tíma. Talsmaður tóbaksrisans BAT þvertekur fyrir það að mentól-sígarettur séu skaðlegri en aðrar sígarettur. Haft er eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins að fari bannið í formlegt ferli muni fyrirtækið leggja fram umsögn þar sem tíundaðar verði vísindalegar staðreyndir máli þess til stuðnings. Bandaríkin Heilsa Rafrettur Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er sagt hafa í hyggju að leggja til bann við mentól-sígarettum þar í landi. Tillagan er liður í herferð stofnunarinnar gegn bragðbættum rafrettum og öðrum tóbaksvörum. Eins og fram kemur í umfjöllun New York Times um málið er þó ekki hlaupið að því að innleiða slíkt bann. Tillagan þyrfti að velkjast lengi um í bandarísku stjórnkerfi áður en það yrði leitt í lög. Áætlað er að ferlið muni hið minnsta taka um tvö ár - ekki síst ef tóbaksframleiðendur myndu setja sig upp á móti því. Andstaða tóbaksrisanna ætti ekki að koma á óvart enda hefur hið fyrirhugaða bann þegar haft áhrif á afkomu þeirra. Greint var frá því í morgun að hlutabréfverð í tveimur stærstu tóbaksframleiðendum Bretlandseyja hafi fallið mikið frá opnun markaða. Áætlað er að annað þesssara fyrirtækja, British American Tobacco (BAT), hafi haft um fjórðung tekna sinna á síðustu árum af sölu mentól-sígaretta. Mögulegt mentól-bann kom því illa við fjárfesta, sem fluttu fjármuni sína úr BAT þegar markaðir opnuðu aftur eftir helgina.Áður verið til skoðunar Matar- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að mentól-sígarettur væru hættulegri heilsu manna en hefðbundnar sígarettur, ekki síst vegna þess að það virðist vera erfiðara að losa sig úr fjötrum mentól-fíknar. Baráttufólk fyrir lýðheilsu hefur því lengi kallað eftir því að sala þeirra verði bönnuð. Yfirmaður stofnunarinnar, Dr. Scott Gottlieb, hefur ekki viljað staðfesta fréttirnar en í nýlegu viðtali sagði hann að undirmenn hans væru með málið til skoðunar. Mentól-bannið hafi áður komið til tals og er það skoðun Dr. Gottlieb að það hafi verið mistök að hverfa frá því á sínum tíma. Talsmaður tóbaksrisans BAT þvertekur fyrir það að mentól-sígarettur séu skaðlegri en aðrar sígarettur. Haft er eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins að fari bannið í formlegt ferli muni fyrirtækið leggja fram umsögn þar sem tíundaðar verði vísindalegar staðreyndir máli þess til stuðnings.
Bandaríkin Heilsa Rafrettur Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira