Patrekur: Verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 21:30 Patrekur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel „Við vorum lélegir sóknarlega, vorum að fara hrikalega illa með færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, vorum 14-6 undir,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir tap gegn Haukum í kvöld. „Haukarnir voru sterkir, voru að skora 8 mörk af þessum 16 úr hraðaupphlaupum í fyrri, vörnin var allt í lag hjá okkur og markvarslan í heildan góð en Grétar vann þennann leik fyrir þá. Við komumst nálægt þeim en ekki nóg til að vinna þá.“ Eftir gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks slökuðu Selfyssingar aftur á í upphafi síðari hálfleiks og segir Patrekur að það hafi klárlega ekki verið planið. „Það var ekki planið að koma slakir út í seinni hálfleikinn, við vorum 14-6 í fyrri hálfleik en svo kom 7-2 kafli frá okkur þar sem Haukarnir voru slakir líka. Óskað að það hefði verið það sama í seinni hálfleik en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan okkur. Ef við hefðum nýtt okkur öll dauðafærin þá hefði þetta farið öðruvísi.“ „Maður reynir nú yfirleitt að vera jákvæður, og það sem er jákvætt er að í stöðunni 14-6 gegn Haukum þá hefði maður oft sagt, þetta er bara búið. En menn gáfust ekki upp, héldu áfram og komu til baka.“ „Við vorum að spila margt ágætlega en eins og ég hef sagt þá fórum við hrikalega illa með þessi dauðafæri, sum hver af 6 metrunum.“ Elvar Örn Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og Patrekur segir að það hafi ekki farið í gegnum hugsa hans á meðan leik stóð í kvöld að það vantaði Elvar. „Ég var ekkert að spá í því að það hafi vantað hann. Við vorum oft án hans í fyrra og spiluðum alveg og unnum leiki þá. Ég var bara ánægður með strákana sem spiluðu í dag. 3 eða 4 í hóp úr akademiunni.“ „Ég get ekkert kvartað yfir leikmannahópnum í dag það vantaði bara gæðin í skotin hjá okkur. Það er svona greiningin strax eftir leik, það kemur kannski annað í ljós í kvöld þegar ég fer yfir leikinn.“ Næst er það Evrópukeppnin sem bíður Selfyssinga en þar mæta þeir pólsku liði. Fyrri leikurinn er á laugardaginn en umferðin er sú síðasta fyrir riðlakeppnia. „Mér líst vel á það verkefni, þetta er hörkulið í Póllandi, 2 eða 3 sæti. Það eru turnar í þessu liði, þetta verður svipað og hérna í kvöld. Það verða dómar sem eru 50/50 eins og í kvöld. Þetta verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn. Við erum því búnir að undirbúa okkur vel fyrir það,“ en verða allir með? „Ég vonast eftir að Elvar og Guðni verði með já, þeir ættu að vera búnir að jafna sig en Richard verður ekki með. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
„Við vorum lélegir sóknarlega, vorum að fara hrikalega illa með færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, vorum 14-6 undir,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir tap gegn Haukum í kvöld. „Haukarnir voru sterkir, voru að skora 8 mörk af þessum 16 úr hraðaupphlaupum í fyrri, vörnin var allt í lag hjá okkur og markvarslan í heildan góð en Grétar vann þennann leik fyrir þá. Við komumst nálægt þeim en ekki nóg til að vinna þá.“ Eftir gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks slökuðu Selfyssingar aftur á í upphafi síðari hálfleiks og segir Patrekur að það hafi klárlega ekki verið planið. „Það var ekki planið að koma slakir út í seinni hálfleikinn, við vorum 14-6 í fyrri hálfleik en svo kom 7-2 kafli frá okkur þar sem Haukarnir voru slakir líka. Óskað að það hefði verið það sama í seinni hálfleik en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan okkur. Ef við hefðum nýtt okkur öll dauðafærin þá hefði þetta farið öðruvísi.“ „Maður reynir nú yfirleitt að vera jákvæður, og það sem er jákvætt er að í stöðunni 14-6 gegn Haukum þá hefði maður oft sagt, þetta er bara búið. En menn gáfust ekki upp, héldu áfram og komu til baka.“ „Við vorum að spila margt ágætlega en eins og ég hef sagt þá fórum við hrikalega illa með þessi dauðafæri, sum hver af 6 metrunum.“ Elvar Örn Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og Patrekur segir að það hafi ekki farið í gegnum hugsa hans á meðan leik stóð í kvöld að það vantaði Elvar. „Ég var ekkert að spá í því að það hafi vantað hann. Við vorum oft án hans í fyrra og spiluðum alveg og unnum leiki þá. Ég var bara ánægður með strákana sem spiluðu í dag. 3 eða 4 í hóp úr akademiunni.“ „Ég get ekkert kvartað yfir leikmannahópnum í dag það vantaði bara gæðin í skotin hjá okkur. Það er svona greiningin strax eftir leik, það kemur kannski annað í ljós í kvöld þegar ég fer yfir leikinn.“ Næst er það Evrópukeppnin sem bíður Selfyssinga en þar mæta þeir pólsku liði. Fyrri leikurinn er á laugardaginn en umferðin er sú síðasta fyrir riðlakeppnia. „Mér líst vel á það verkefni, þetta er hörkulið í Póllandi, 2 eða 3 sæti. Það eru turnar í þessu liði, þetta verður svipað og hérna í kvöld. Það verða dómar sem eru 50/50 eins og í kvöld. Þetta verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn. Við erum því búnir að undirbúa okkur vel fyrir það,“ en verða allir með? „Ég vonast eftir að Elvar og Guðni verði með já, þeir ættu að vera búnir að jafna sig en Richard verður ekki með.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30