„Þeir voru frábærir. Vörnin fyrstu 20 mínúturnar frábær og Grétar allan leikinn frábær í markinu,“ sagði Dagur Sigurðsson.
„En það er lélegt að vera með stöðuna 14-6, vita það að Selfoss er lið sem kemur með áhlaup, vilja vera með nokkur mörk í seinni hálfleik upp á að hlaupa. Þá er bara hreinlega lélegt að hleypa þeim inn í leikinn aftur.“
„Mér fannst þeir alveg gríðarlega sterkir, mjög góðir.“
Leiknum lauk með 30-26 sigri Hauka og eru þeir nú jafnir Selfossi og FH á toppi deildarinnar með 12 stig.
„Það var sorglegt fyrir Selfyssingana, fannst mér, þeir eru í vandræðum og fara í 7 á móti 6, fá færin og klúðra þeim alveg svakalega,“ sagði Dagur.
„Þeir voru sér svolítið sjálfir verstir.“
„Það er unun að hlusta á þig stundum, Dagur. Ég veit ekki hvað það er, maður bara dáleiðist,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson.
Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.