Íslandsbanki hafnaði sáttatilboði Gamla Byrs Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. fréttablaðið/eyþór Íslandsbanki hafnaði nýverið tillögu Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, að sáttum í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011. Gamli Byr taldi jafnframt gagntilboð bankans, sem var það sama og bankinn lagði fram í byrjun ársins, óviðunandi. Fram kemur í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum 7. nóvember síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum að félagið hafi – í kjölfar uppbyggilegra viðræðna við fulltrúa Íslandsbanka – gert bankanum formlegt sáttatilboð til þess að binda enda á deiluna. Bankinn hafi í fyrstu brugðist jákvætt við tilboðinu en síðar hafnað því og lagt fram sama gagntilboð og í janúar síðastliðnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboð Gamla Byrs lítillega hærra en gert var ráð fyrir í óformlegum viðræðum deilenda fyrir um ári. Var þá áætlað að ríkið myndi fá – á grundvelli sáttatillögu Byrs – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt, í formi tveggja milljarða króna stöuðugleikaframlags, lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en bankinn á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Í áðurnefndu bréfi til kröfuhafa Gamla Byrs segir að þrátt fyrir að enn beri mikið á milli félagsins og Íslandsbanka hafi deilendur heitið því að halda viðræðum áfram. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafa Gamla Byrs í skaðabótamáli Íslandsbanka á hendur félaginu verði tekin fyrir í héraðsdómi á morgun. Á sama tíma er búist við því að niðurstaða dómkvaddra matsmanna, sem bankinn fékk til þess að meta meint fjártjón sitt, liggi fyrir en hátt í fimm ár eru síðan matsmennirnir voru skipaðir. Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Íslandsbanki hafnaði nýverið tillögu Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, að sáttum í ágreiningsmáli um virði útlánasafns sem bankinn keypti af Byr og ríkissjóði haustið 2011. Gamli Byr taldi jafnframt gagntilboð bankans, sem var það sama og bankinn lagði fram í byrjun ársins, óviðunandi. Fram kemur í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum 7. nóvember síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum að félagið hafi – í kjölfar uppbyggilegra viðræðna við fulltrúa Íslandsbanka – gert bankanum formlegt sáttatilboð til þess að binda enda á deiluna. Bankinn hafi í fyrstu brugðist jákvætt við tilboðinu en síðar hafnað því og lagt fram sama gagntilboð og í janúar síðastliðnum. Samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboð Gamla Byrs lítillega hærra en gert var ráð fyrir í óformlegum viðræðum deilenda fyrir um ári. Var þá áætlað að ríkið myndi fá – á grundvelli sáttatillögu Byrs – um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt, í formi tveggja milljarða króna stöuðugleikaframlags, lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en bankinn á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Í áðurnefndu bréfi til kröfuhafa Gamla Byrs segir að þrátt fyrir að enn beri mikið á milli félagsins og Íslandsbanka hafi deilendur heitið því að halda viðræðum áfram. Gert er ráð fyrir að frávísunarkrafa Gamla Byrs í skaðabótamáli Íslandsbanka á hendur félaginu verði tekin fyrir í héraðsdómi á morgun. Á sama tíma er búist við því að niðurstaða dómkvaddra matsmanna, sem bankinn fékk til þess að meta meint fjártjón sitt, liggi fyrir en hátt í fimm ár eru síðan matsmennirnir voru skipaðir.
Birtist í Fréttablaðinu Hrunið Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira