Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fréttablaðið/Valli „Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira