Besta sundkona landsins gat varla hreyft höfuðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 09:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar farið tvisvar á Ólympíuleika og var líka kosin íþróttamaður ársins árið 2015 eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun á Evrópumóti í 25 metra laug. Síðasta rúma árið hefur aftur á móti verið bestu sundkonu landsins afar erfitt. Eygló Ósk segir frá meiðslum sínum í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag þar sem hún talar um að það hafi reynt mikið á hana líkamlega og andlega að geta ekki sinnt íþróttinni sinni hundrað prósent. Eygló Ósk synti í úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og var strax farin að horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 með von um enn betri árangur. Bakmeiðslin sumarið 2017 breyttu hinsvegar miklu fyrir hana. „Sumarið 2017, eftir fimm mót erlendis á einum og hálfum mánuði, var ég orðin svo slæm að ég gat varla hreyft höfuðið, legið setið eða staðið með góðu móti. Ég varð því að sleppa HM,“ sagði Eygló Ósk í viðtalinu við Sindra. Eygló Ósk flutti síðan til Svíþjóðar og var þar í sjúkraþjálfun sem hjálpaði en lagaði bakmeiðslin aldrei almennilega. Myndataka í janúar síðastliðnum skýrði málið ekkert frekar. Með hjálp Péturs Einars Jónssonar, sjúkraþjálfara hjá Atlas, hefur henni aftur á móti gengið betur að vinna út úr vandamálinu. „Ástandið er allt annað núna en áður. Ég er að læra að beita mér rétt og nota alla þessa grunnvöðva í bakinu upp á nýtt,“ sagði Eygló. Hún er ekki tilbúin að gefast upp og þrátt fyrir að hún sleppi HM í 25 metra laug sem fer fram í Kína í desember þá hefur hún sett stefnuna á ÓL í Tókýó. „Ég er ekki búin. Ég er ekki tilbúin að gefast upp og hætta út af einhverju svona. Ég vil hætta á toppnum,“ segir Eygló í viðtalinu og bætir svo við: „Sjúkraþjálfarinn minn segir að það sé alveg raunhæft að ég verði komin í mitt besta form í Tókýó,“ segir Eygló en komist hún á næstu Ólympíuleika verður hún fyrsta íslenska sundkonan sem nær þremur Ólympíuleikum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sjá meira