Samdráttur í þýsku efnahagslífi í fyrsta sinn síðan 2015 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 10:57 Angela Merkel, kanslari Þýskaland, hefur mögulega einhverjar áhyggjur af efnahagslífi landsins þessa dagana. vísir/epa Svo virðist sem að kólnandi hagkerfi séu víðar en á Íslandi, þar á meðal í Þýskalandi en erlendir fjölmiðlar greina nú frá því að samdráttur mælist nú í þýsku efnahagslífi í fyrsta sinn frá árinu 2015. Á þriðja ársfjórðungi dróst verg landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent en á öðrum ársfjórðungi var hagvöxtur 0,5 prósent. Samdráttur hefur ekki verið meiri á þriggja mánaða tímabili í Þýskalandi frá því á fyrsta ársfjórðungi 2013 þegar hann var 0,3 prósent, samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. Frá því í júlí og þar til í september dróst útflutningur saman í Þýskalandi á meðan að innflutningur jókst en landið er vel þekkt sem einn stærsti útflytjanda vara og þjónustu í heiminum. Þýska hagstofan rekur samdráttinn meðal annars til þessa sem og minni einkaneyslu Þjóðverja á meðan fyrirtæki og hið opinbera standa í fjárfestingum. Þýskaland er stærsta hagkerfi evrusvæðisins og þó að samdráttinn megi meðal annars rekja til tímabundinna aðstæðna eins og nýrrar reglugerðar um útblástur bíla sem hefur áhrif á bílaiðnað landsins, vara hagfræðingar við því að blikur séu á lofti í efnahagslífinu. „Vandamál sem sköpuðust varðandi útblásturinn höfðu mikil áhrif á bílaframleiðslu, hærra orkuverð þurrkaði algjörlega út launahækkanir fólks og svo má ekki vanmeta minnkandi sjálfstraust hjá þjóðinni vegna heimsmeistarakeppninnar í fótbolta,“ segir Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur hollenska bankans ING í Þýskalandi. Þjóðverjar komust ekki í 16 liða úrslit á HM í Rússlandi í sumar sem hefur varla haft góð áhrif á þýsku þjóðarsálina, sem hefur svo hugsanlega haft áhrif á einkaneyslu fólks. Þýskaland Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Svo virðist sem að kólnandi hagkerfi séu víðar en á Íslandi, þar á meðal í Þýskalandi en erlendir fjölmiðlar greina nú frá því að samdráttur mælist nú í þýsku efnahagslífi í fyrsta sinn frá árinu 2015. Á þriðja ársfjórðungi dróst verg landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 0,2 prósent en á öðrum ársfjórðungi var hagvöxtur 0,5 prósent. Samdráttur hefur ekki verið meiri á þriggja mánaða tímabili í Þýskalandi frá því á fyrsta ársfjórðungi 2013 þegar hann var 0,3 prósent, samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. Frá því í júlí og þar til í september dróst útflutningur saman í Þýskalandi á meðan að innflutningur jókst en landið er vel þekkt sem einn stærsti útflytjanda vara og þjónustu í heiminum. Þýska hagstofan rekur samdráttinn meðal annars til þessa sem og minni einkaneyslu Þjóðverja á meðan fyrirtæki og hið opinbera standa í fjárfestingum. Þýskaland er stærsta hagkerfi evrusvæðisins og þó að samdráttinn megi meðal annars rekja til tímabundinna aðstæðna eins og nýrrar reglugerðar um útblástur bíla sem hefur áhrif á bílaiðnað landsins, vara hagfræðingar við því að blikur séu á lofti í efnahagslífinu. „Vandamál sem sköpuðust varðandi útblásturinn höfðu mikil áhrif á bílaframleiðslu, hærra orkuverð þurrkaði algjörlega út launahækkanir fólks og svo má ekki vanmeta minnkandi sjálfstraust hjá þjóðinni vegna heimsmeistarakeppninnar í fótbolta,“ segir Carsten Brzeski, aðalhagfræðingur hollenska bankans ING í Þýskalandi. Þjóðverjar komust ekki í 16 liða úrslit á HM í Rússlandi í sumar sem hefur varla haft góð áhrif á þýsku þjóðarsálina, sem hefur svo hugsanlega haft áhrif á einkaneyslu fólks.
Þýskaland Mest lesið Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira