Afríka: Skyggni ágætt Þorvaldur Gylfason skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Afríka er ráðgáta, og gátan er þessi: Hvers vegna hefur sjálfstæðum Afríkuþjóðum ekki gengið betur en raun ber vitni að bjarga sér undan örbirgð og eymd? – því tilefnið er ærið og æpir hástöfum á heimsbyggðina. Sumir halda því fram, þeir eru þó ekki margir, að Afríka sé með einhverju móti ekki til þess fallin að lifa góðu og mannsæmandi lífi, en þeir eru að minni hyggju á rangri braut. Í þessari grein og þrem öðrum ætla ég að gera í grófum dráttum grein fyrir skoðun minni á högum Afríku og framtíðarhorfum þessa mikla meginlands.Vagga okkar allra En fyrst þetta: Þeir sem halda að Afríkumenn kunni ekki að lifa lífinu lifandi ættu kannski að fara í afrískt leikhús. Þar sá ég og heyrði svo almennan og innilegan fögnuð að ég horfði frekar aftur fyrir mig á fólkið í salnum en á leikarana uppi á sviði. Salurinn var sneisafullur, fólkið sat einnig meðfram veggjunum, þetta var í Lúsöku, höfuðborg Sambíu, slökkviliðið hefði sennilega rutt salinn hefði það verið tiltækt, feður og mæður sátu þarna með sofandi börn í fanginu og ljómuðu af gleði. Og þeir sem halda að Afríku séu allar bjargir bannaðar ættu að villast í afrískri borg því þá mætir þeim óvenjuleg hjálpsemi: Ég hafði misskilið leiðbeiningar þriggja unglingsstelpna í Maserú, höfuðborg háfjallalandsins Lesótó, og villzt af réttri leið og þá komu þær hlaupandi á eftir mér langar leiðir lafmóðar upp brattar brekkur til að leiðrétta misskilninginn. Þannig er Afríka: Brosandi, hjálpsöm, sólrík, söngvin og vonglöð í dagsins önn – og einnig mörkuð af gríðarlegu og djúpu drama, nema hvað. Þangað streyma ferðamenn sem aldrei fyrr. Mörg beztu hótel heimsins eru nú í Afríku. Þar gista að vísu einkum erlendir ferðamenn enn sem komið er, en þarna er mjór vísir að miklum uppgangi enda hefur Afríka upp á margt að bjóða: Geðslegt, gestrisið og glaðvært fólk, náttúrufegurð, forna menningu, milt og gott veður víða, miklar víðáttur og óviðjafnanlegt villidýralíf. Þarna stendur vagga mannsins. Elztu mannvistarleifar heimsins liggja í Suður-Afríku.Afrísk list Og svo þetta: Eitt merkasta framlag Bandaríkjanna til heimsmenningarinnar á öldinni sem leið var djassinn, sköpunarverk bandarískra blökkumanna með Louis Armstrong í broddi fylkingar. Munum einnig hvernig Pablo Picasso fór að því að marka sér afburðastöðu meðal evrópskra myndlistarmanna: Hann fór að vísu aldrei til Afríku, en hann lærði af afrískri list að mála og móta nýja tegund mannamynda í nýstárlegum hlutföllum. Ég hef hitt unga myndhöggvara báðum megin við Sambesí-fljótið sem skilur að Sambíu og Simbabve í sunnanverðri Afríku. Þeir meitla svipríkar, afskekktar andlitsmyndir í tré og stein, myndir eins og þær sem forfeður þeirra hafa meitlað mann fram af manni líkt og Picasso, en þeir höfðu þó hvorki heyrt getið um Picasso né farið yfir ána. Afrísk myndlist vekur æ meiri eftirtekt um allan heim eins og t.d. Afríkudeildin í British Museum í London vitnar um.Þykk þoka? Þungfær leið? Mig langar í þessari greinasyrpu að reyna að útmála ástand Afríku í stuttu máli fyrir lesandanum til að sýna að álfan mikla hefur þrátt fyrir allt tekið ýmsum framförum þótt hún eigi enn að sönnu langt í land. Leiðin frá Íslandi til Afríku og aftur heim er styttri en margir halda. Lífskjör á Íslandi á æskuárum þeirrar kynslóðar sem nú er á miðjum aldri eru svipuð þeim kjörum sem sum stöndugustu Afríkulöndin eins og Máritíus, Botsvana, Suður-Afríka og Namibía búa nú við. Hvað geta Afríkuþjóðirnar lært af okkur hinum um greiðfærar leiðir að löngu og virðulegu lífi við sómasamleg kjör? Hér verður engum allsherjarlausnum teflt fram, heldur aðeins veikburða bollaleggingum í þeirri von að þær megi verða til að greiða úr þykkri þoku á þungfærri leið. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Afríka er ráðgáta, og gátan er þessi: Hvers vegna hefur sjálfstæðum Afríkuþjóðum ekki gengið betur en raun ber vitni að bjarga sér undan örbirgð og eymd? – því tilefnið er ærið og æpir hástöfum á heimsbyggðina. Sumir halda því fram, þeir eru þó ekki margir, að Afríka sé með einhverju móti ekki til þess fallin að lifa góðu og mannsæmandi lífi, en þeir eru að minni hyggju á rangri braut. Í þessari grein og þrem öðrum ætla ég að gera í grófum dráttum grein fyrir skoðun minni á högum Afríku og framtíðarhorfum þessa mikla meginlands.Vagga okkar allra En fyrst þetta: Þeir sem halda að Afríkumenn kunni ekki að lifa lífinu lifandi ættu kannski að fara í afrískt leikhús. Þar sá ég og heyrði svo almennan og innilegan fögnuð að ég horfði frekar aftur fyrir mig á fólkið í salnum en á leikarana uppi á sviði. Salurinn var sneisafullur, fólkið sat einnig meðfram veggjunum, þetta var í Lúsöku, höfuðborg Sambíu, slökkviliðið hefði sennilega rutt salinn hefði það verið tiltækt, feður og mæður sátu þarna með sofandi börn í fanginu og ljómuðu af gleði. Og þeir sem halda að Afríku séu allar bjargir bannaðar ættu að villast í afrískri borg því þá mætir þeim óvenjuleg hjálpsemi: Ég hafði misskilið leiðbeiningar þriggja unglingsstelpna í Maserú, höfuðborg háfjallalandsins Lesótó, og villzt af réttri leið og þá komu þær hlaupandi á eftir mér langar leiðir lafmóðar upp brattar brekkur til að leiðrétta misskilninginn. Þannig er Afríka: Brosandi, hjálpsöm, sólrík, söngvin og vonglöð í dagsins önn – og einnig mörkuð af gríðarlegu og djúpu drama, nema hvað. Þangað streyma ferðamenn sem aldrei fyrr. Mörg beztu hótel heimsins eru nú í Afríku. Þar gista að vísu einkum erlendir ferðamenn enn sem komið er, en þarna er mjór vísir að miklum uppgangi enda hefur Afríka upp á margt að bjóða: Geðslegt, gestrisið og glaðvært fólk, náttúrufegurð, forna menningu, milt og gott veður víða, miklar víðáttur og óviðjafnanlegt villidýralíf. Þarna stendur vagga mannsins. Elztu mannvistarleifar heimsins liggja í Suður-Afríku.Afrísk list Og svo þetta: Eitt merkasta framlag Bandaríkjanna til heimsmenningarinnar á öldinni sem leið var djassinn, sköpunarverk bandarískra blökkumanna með Louis Armstrong í broddi fylkingar. Munum einnig hvernig Pablo Picasso fór að því að marka sér afburðastöðu meðal evrópskra myndlistarmanna: Hann fór að vísu aldrei til Afríku, en hann lærði af afrískri list að mála og móta nýja tegund mannamynda í nýstárlegum hlutföllum. Ég hef hitt unga myndhöggvara báðum megin við Sambesí-fljótið sem skilur að Sambíu og Simbabve í sunnanverðri Afríku. Þeir meitla svipríkar, afskekktar andlitsmyndir í tré og stein, myndir eins og þær sem forfeður þeirra hafa meitlað mann fram af manni líkt og Picasso, en þeir höfðu þó hvorki heyrt getið um Picasso né farið yfir ána. Afrísk myndlist vekur æ meiri eftirtekt um allan heim eins og t.d. Afríkudeildin í British Museum í London vitnar um.Þykk þoka? Þungfær leið? Mig langar í þessari greinasyrpu að reyna að útmála ástand Afríku í stuttu máli fyrir lesandanum til að sýna að álfan mikla hefur þrátt fyrir allt tekið ýmsum framförum þótt hún eigi enn að sönnu langt í land. Leiðin frá Íslandi til Afríku og aftur heim er styttri en margir halda. Lífskjör á Íslandi á æskuárum þeirrar kynslóðar sem nú er á miðjum aldri eru svipuð þeim kjörum sem sum stöndugustu Afríkulöndin eins og Máritíus, Botsvana, Suður-Afríka og Namibía búa nú við. Hvað geta Afríkuþjóðirnar lært af okkur hinum um greiðfærar leiðir að löngu og virðulegu lífi við sómasamleg kjör? Hér verður engum allsherjarlausnum teflt fram, heldur aðeins veikburða bollaleggingum í þeirri von að þær megi verða til að greiða úr þykkri þoku á þungfærri leið. Meira næst.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun