Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 17:36 Donald Trump sakaði Jim Acosta, fréttamann CNN, um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Getty/The Asahi Shimbun Bandaríska fréttastofan Fox News hefur lýst yfir stuðningi við CNN í baráttu þeirra við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Sarah Sanders fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og fleiri starfsmanna þess eftir að ákveðið var að svipta Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa að Hvíta húsinu. Á heimasíðu Fox segir að Fox News styðji við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Acosta. Segir að Fox ætli sér að senda dómstólnum bréf til að útlista þá skoðun fréttastofunnar að ekki skuli beita blaðamannapössum sem vopni. „Þó að við leggjum ekki blessun okkar yfir þann fjandsamlega tón bæði forsetans og fjölmiðla sem hefur verið áberandi að undanförnu, þá styðjum við frjálsa fjölmiðla, aðgang og opin samskipti, til handa bandarísku þjóðinni,“ er haft eftir Jay Wallace, forstjóra Fox News. Trump hefur ítrekað sakað CNN og fleiri fjölmiðla um að flytja falsfréttir, en eftir því hefur verið tekið að Fox News virðist vera í náðinni hjá forsetanum.Sagði Acosta hræðilega manneskju Til deilna kom milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þar sakaði Trump Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Að lokum sagði Trump að nú væri nóg komið og reyndi lærlingur í Hvíta húsinu þá að ná hljóðnemann af Acosta sem lét hann ekki af hendi. Daginn eftir birti Sarah Huckabee Sanders fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, myndband af því þegar Acosta neitaði að láta hljóðnemann af hendi og sakaði Acosta um „óviðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem Sanders birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var, en því var fyrst dreift af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Stefna sex starfsmönnum Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira
Bandaríska fréttastofan Fox News hefur lýst yfir stuðningi við CNN í baráttu þeirra við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Sarah Sanders fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og fleiri starfsmanna þess eftir að ákveðið var að svipta Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa að Hvíta húsinu. Á heimasíðu Fox segir að Fox News styðji við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Acosta. Segir að Fox ætli sér að senda dómstólnum bréf til að útlista þá skoðun fréttastofunnar að ekki skuli beita blaðamannapössum sem vopni. „Þó að við leggjum ekki blessun okkar yfir þann fjandsamlega tón bæði forsetans og fjölmiðla sem hefur verið áberandi að undanförnu, þá styðjum við frjálsa fjölmiðla, aðgang og opin samskipti, til handa bandarísku þjóðinni,“ er haft eftir Jay Wallace, forstjóra Fox News. Trump hefur ítrekað sakað CNN og fleiri fjölmiðla um að flytja falsfréttir, en eftir því hefur verið tekið að Fox News virðist vera í náðinni hjá forsetanum.Sagði Acosta hræðilega manneskju Til deilna kom milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þar sakaði Trump Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Að lokum sagði Trump að nú væri nóg komið og reyndi lærlingur í Hvíta húsinu þá að ná hljóðnemann af Acosta sem lét hann ekki af hendi. Daginn eftir birti Sarah Huckabee Sanders fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, myndband af því þegar Acosta neitaði að láta hljóðnemann af hendi og sakaði Acosta um „óviðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem Sanders birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var, en því var fyrst dreift af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Stefna sex starfsmönnum Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira
Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30
CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56
Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00