Áætla má að skertur svefn kosti íslenskt samfélag 55 milljarða á ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. nóvember 2018 20:00 Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. Creditinfo veitti í dag framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar vegna síðasta árs. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra fyrirtækja hér á landi. Samherji trónir á toppnum líkt og í fyrra og þar á eftir koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Nox Medical fékk sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun. Nox Medical er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lækningatækjum og á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 14 milljónum evra, jafnvirði 2 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi.Kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni og svefngæðum er áætlaður 411 milljarðar dollara árlega að því er fram kemur í ítarlegri úttekt National Geographic um svefn.„Við erum ákaflega stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Við erum stolt af því að vera rekin með hagnaði. Við segjum stundum að við rekum fyrirtækið eftir gömlu gildunum. Að betra sé að hafa tekjurnar hærri en gjöldin, þá myndast hagnaður og fyrir þann hagnað höfum við náð að byggja fyrirtækið upp. Þessi viðurkenning er okkur ótrúlega mikils virði. Hún er viðurkenning á því mikla starfi sem fyrirtækið hefur lagt á sig,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Í ágústhefti National Geographic er ítarleg umfjöllun um svefn og þar kemur fram að árlegur kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni fólks sé 411 milljarðar dollara. „Það kemur fram í rannsókninni að kostnaður annarra samfélag sé ámóta og kostnaður Bandaríkjanna og ég hef enga ástæðu til að ætla að við Íslendingar séum eitthvað betri í því en Bandaríkjamenn að skerða svefngæðin okkar. Ef við veltum þessu upp á íslenskan veruleika þá má komast að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður íslenska samfélagsins sé um 55 milljarðar króna á ári vegna afleiddra afleiðinga af skertum svefngæðum eða lélegri svefnheilsu,“ segir Pétur Már. Vísindi Tengdar fréttir Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. Creditinfo veitti í dag framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar vegna síðasta árs. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra fyrirtækja hér á landi. Samherji trónir á toppnum líkt og í fyrra og þar á eftir koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Nox Medical fékk sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun. Nox Medical er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lækningatækjum og á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 14 milljónum evra, jafnvirði 2 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi.Kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni og svefngæðum er áætlaður 411 milljarðar dollara árlega að því er fram kemur í ítarlegri úttekt National Geographic um svefn.„Við erum ákaflega stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Við erum stolt af því að vera rekin með hagnaði. Við segjum stundum að við rekum fyrirtækið eftir gömlu gildunum. Að betra sé að hafa tekjurnar hærri en gjöldin, þá myndast hagnaður og fyrir þann hagnað höfum við náð að byggja fyrirtækið upp. Þessi viðurkenning er okkur ótrúlega mikils virði. Hún er viðurkenning á því mikla starfi sem fyrirtækið hefur lagt á sig,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Í ágústhefti National Geographic er ítarleg umfjöllun um svefn og þar kemur fram að árlegur kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni fólks sé 411 milljarðar dollara. „Það kemur fram í rannsókninni að kostnaður annarra samfélag sé ámóta og kostnaður Bandaríkjanna og ég hef enga ástæðu til að ætla að við Íslendingar séum eitthvað betri í því en Bandaríkjamenn að skerða svefngæðin okkar. Ef við veltum þessu upp á íslenskan veruleika þá má komast að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður íslenska samfélagsins sé um 55 milljarðar króna á ári vegna afleiddra afleiðinga af skertum svefngæðum eða lélegri svefnheilsu,“ segir Pétur Már.
Vísindi Tengdar fréttir Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00