Telja Ágúst og Lýð eigendur Dekhill Advisors Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2018 08:27 Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir fara með tögl og hagldir í Bakkavör. Fréttablaðið/GVA Fullyrt er í nýrri bók að starfsmenn skattrannsóknarstjóra telji að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem kenndir eru við Bakkavör, séu eigendur Dekhill Advisors, annað aflandsfélaganna sem talið er að hafi hagnast um milljarða þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur. Þetta kemur fram í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur, en greint er frá þessari skoðun starfsmanna skattrannsóknarstjóra í Morgunblaðinu í dag. Nafn félagsins Dekhill Advisors komst í hámæli í mars á síðasta ári eftir að rannsóknarnefnd Alþingis vegna sölunnar á Búnaðarbankanum skilaði skýrslu sinni. Þar kom fram að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Þar kom einnig fram að raunverulegur eigandi hlutarins sem þýski bankinn var sagður eiga hafi verið aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Hlutabréfin sem þýski bankinn keypti að nafninu til voru síðar seld með milljarða króna hagnaði. Á árinu 2006 var þessi hagnaður greiddur út, eða um 100 milljónir dollara. Fléttan fékk nafnið „Puffin“ og hefur verið kölluð „Lundafléttan“.Sjá einnig: Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ 57,5 milljónir dollara voru greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Marine Choice Limited, félags í eigu Ólafs Ólafssonar. Um svipað leyti voru 46,5 milljónir Bandaríkjadala greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Dekhill Advisors Limited sem einnig var skráð á Tortóla.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þegar skýrslan var kynnt.vísir/vilhelmRisastóra spurningin sem á eftir að svara Ekki liggja fyrir óyggjandi upplýsingar um raunverulega eigendur Dekhill Advisors en í viðtali við fréttastofu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar kom út sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar að ein „risastór spurning“ stæði eftir nú þegar búið væri að skila skýrslunni. „Hún er sú hverjir áttu aflandsfélagið Dekhill Advisors Ltd sem fær til sín rúmlega 46 milljón bandaríkjadala af þessum fjárhagslega ávinningi af viðskiptunum?“ sagði Kjartan. Nefndinni tókst því ekki að upplýsa það til fulls með óyggjandi hætti hverjir væru eigendur félagsins. Leiddar voru þó líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi væru eigendur þess. Fréttablaðið reyndi ítrekað að bera það undir Lýð og Ágúst hvort þeir væru raunverulegir eigendur Dekhill Advisors en án árangurs. Sem fyrr segir er greint frá því bók Þórðar Snæs að starfsmenn skattrannsóknarstjóra telji að Lýður og Ágúst séu endanlegir eigendur félagsins. Voru þeir spurðir um félagið af rannsóknarnefndinni en svöruðu þeir til að þeim reki ekki minni til atriða sem því tengist. Ágúst og Lýður voru aðaleigendur Exista sem var stærsti eiganda Kaupþings fyrir hrun. Hrunið Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Líkur á að um helmingur hagnaðarins hafi runnið til aðila tengdra Kaupþingi Staðfest er að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var leppur fyrir kaup á hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur Ólafsson athafnamaður stýrði verkefninu, en aðrir leiðtogar í S-hópnum virðast ekki hafa vitað um fléttuna. 30. mars 2017 06:00 Viðtalið við Kjartan og Finn í heild: „Ein risastór spurning sem eftir stendur“ Er ekki eðlilegt að á þessu stigi, þegar allt þetta hefur verið opinberað í dag, að þessir aðilar stígi einfaldlega fram og greini frá öllu saman? 29. mars 2017 17:47 Finnur segist ekki eiga Dekhill Advisors Finnur Ingólfsson vísar „dylgjum“ Vilhjálms Bjarnasonar á bug. 31. mars 2017 14:45 Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá svissneskum banka. 16. maí 2017 18:39 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fullyrt er í nýrri bók að starfsmenn skattrannsóknarstjóra telji að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, sem kenndir eru við Bakkavör, séu eigendur Dekhill Advisors, annað aflandsfélaganna sem talið er að hafi hagnast um milljarða þegar Búnaðarbankinn var einkavæddur. Þetta kemur fram í nýrri bók Þórðar Snæs Júlíussonar, Kaupthinking, bankinn sem átti sig sjálfur, en greint er frá þessari skoðun starfsmanna skattrannsóknarstjóra í Morgunblaðinu í dag. Nafn félagsins Dekhill Advisors komst í hámæli í mars á síðasta ári eftir að rannsóknarnefnd Alþingis vegna sölunnar á Búnaðarbankanum skilaði skýrslu sinni. Þar kom fram að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Þar kom einnig fram að raunverulegur eigandi hlutarins sem þýski bankinn var sagður eiga hafi verið aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Hlutabréfin sem þýski bankinn keypti að nafninu til voru síðar seld með milljarða króna hagnaði. Á árinu 2006 var þessi hagnaður greiddur út, eða um 100 milljónir dollara. Fléttan fékk nafnið „Puffin“ og hefur verið kölluð „Lundafléttan“.Sjá einnig: Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ 57,5 milljónir dollara voru greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Marine Choice Limited, félags í eigu Ólafs Ólafssonar. Um svipað leyti voru 46,5 milljónir Bandaríkjadala greiddar af bankareikningi Welling & Partners til aflandsfélagsins Dekhill Advisors Limited sem einnig var skráð á Tortóla.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þegar skýrslan var kynnt.vísir/vilhelmRisastóra spurningin sem á eftir að svara Ekki liggja fyrir óyggjandi upplýsingar um raunverulega eigendur Dekhill Advisors en í viðtali við fréttastofu eftir að skýrsla rannsóknarnefndar kom út sagði Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður rannsóknarnefndarinnar að ein „risastór spurning“ stæði eftir nú þegar búið væri að skila skýrslunni. „Hún er sú hverjir áttu aflandsfélagið Dekhill Advisors Ltd sem fær til sín rúmlega 46 milljón bandaríkjadala af þessum fjárhagslega ávinningi af viðskiptunum?“ sagði Kjartan. Nefndinni tókst því ekki að upplýsa það til fulls með óyggjandi hætti hverjir væru eigendur félagsins. Leiddar voru þó líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi væru eigendur þess. Fréttablaðið reyndi ítrekað að bera það undir Lýð og Ágúst hvort þeir væru raunverulegir eigendur Dekhill Advisors en án árangurs. Sem fyrr segir er greint frá því bók Þórðar Snæs að starfsmenn skattrannsóknarstjóra telji að Lýður og Ágúst séu endanlegir eigendur félagsins. Voru þeir spurðir um félagið af rannsóknarnefndinni en svöruðu þeir til að þeim reki ekki minni til atriða sem því tengist. Ágúst og Lýður voru aðaleigendur Exista sem var stærsti eiganda Kaupþings fyrir hrun.
Hrunið Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Líkur á að um helmingur hagnaðarins hafi runnið til aðila tengdra Kaupþingi Staðfest er að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var leppur fyrir kaup á hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur Ólafsson athafnamaður stýrði verkefninu, en aðrir leiðtogar í S-hópnum virðast ekki hafa vitað um fléttuna. 30. mars 2017 06:00 Viðtalið við Kjartan og Finn í heild: „Ein risastór spurning sem eftir stendur“ Er ekki eðlilegt að á þessu stigi, þegar allt þetta hefur verið opinberað í dag, að þessir aðilar stígi einfaldlega fram og greini frá öllu saman? 29. mars 2017 17:47 Finnur segist ekki eiga Dekhill Advisors Finnur Ingólfsson vísar „dylgjum“ Vilhjálms Bjarnasonar á bug. 31. mars 2017 14:45 Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá svissneskum banka. 16. maí 2017 18:39 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Líkur á að um helmingur hagnaðarins hafi runnið til aðila tengdra Kaupþingi Staðfest er að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var leppur fyrir kaup á hlut í Búnaðarbankanum árið 2003. Ólafur Ólafsson athafnamaður stýrði verkefninu, en aðrir leiðtogar í S-hópnum virðast ekki hafa vitað um fléttuna. 30. mars 2017 06:00
Viðtalið við Kjartan og Finn í heild: „Ein risastór spurning sem eftir stendur“ Er ekki eðlilegt að á þessu stigi, þegar allt þetta hefur verið opinberað í dag, að þessir aðilar stígi einfaldlega fram og greini frá öllu saman? 29. mars 2017 17:47
Finnur segist ekki eiga Dekhill Advisors Finnur Ingólfsson vísar „dylgjum“ Vilhjálms Bjarnasonar á bug. 31. mars 2017 14:45
Gögn sýna virkni leynifélagsins í „Lundafléttunni“ Upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins ættu að vera á skrá hjá svissneskum banka. 16. maí 2017 18:39