„Belgía er meira en bara Hazard“ Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 15. nóvember 2018 14:00 Eden Hazard er klár í slaginn í kvöld. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA klukkan 19.45 í kvöld en upphitun hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00. Íslenska liðið er án tíu leikmanna en mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska hópsins. Síðast þurftu tveir frá að hverfa í gær þegar að tilkynnt var að Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson gætu ekki verið með. Með okkar besta lið hefði leikurinn verið mjög erfiður enda Belgar með besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þeir eru þar stigi fyrir ofan sjálfa heimsmeistara Frakka. Valinn maður í hverri stöðu í belgíska liðinu en þó enginn betri þessa dagana en Eden Hazard, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í mikilli samkeppni um nafnbótina þriðji besti leikmaður heims á eftir Ronaldo og Messi. „Það vita allir hversu góður gaurinn er. Hann er búinn að vera frábær núna í nokkur ár með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og með belgíska landsliðinu,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands. Belgískir blaðamenn eru eðlilega mjög spenntir fyrir Hazard skilja ekki hvernig íslenska liðið með öll þessi meiðsli ætla að reyna að stöðva hann. En það verður að sjálfsögðu reynt. „Við munum reyna að gera honum lífið leitt á morgun en það má ekki gleyma því að Belgía er meira en bara Hazard,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta mæta Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA klukkan 19.45 í kvöld en upphitun hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.00. Íslenska liðið er án tíu leikmanna en mikil meiðsli eru í herbúðum íslenska hópsins. Síðast þurftu tveir frá að hverfa í gær þegar að tilkynnt var að Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson gætu ekki verið með. Með okkar besta lið hefði leikurinn verið mjög erfiður enda Belgar með besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þeir eru þar stigi fyrir ofan sjálfa heimsmeistara Frakka. Valinn maður í hverri stöðu í belgíska liðinu en þó enginn betri þessa dagana en Eden Hazard, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Hann er í mikilli samkeppni um nafnbótina þriðji besti leikmaður heims á eftir Ronaldo og Messi. „Það vita allir hversu góður gaurinn er. Hann er búinn að vera frábær núna í nokkur ár með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og með belgíska landsliðinu,“ segir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands. Belgískir blaðamenn eru eðlilega mjög spenntir fyrir Hazard skilja ekki hvernig íslenska liðið með öll þessi meiðsli ætla að reyna að stöðva hann. En það verður að sjálfsögðu reynt. „Við munum reyna að gera honum lífið leitt á morgun en það má ekki gleyma því að Belgía er meira en bara Hazard,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30 Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30 Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Eggert: Það getur borgað sig að vera á réttum stað á réttum tíma Eggert Gunnþór Jónsson er kominn aftur í landsliðið eftir sex ára fjarveru. 15. nóvember 2018 11:30
Kári: Mun mæta 45 ára í landsliðið ef ég verð valinn Kári Árnason mun aldrei segja nei við íslenska landsliðið. 15. nóvember 2018 08:30
Landsliðsþjálfarar hjálparlausir gagnvart meiðslum Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir þjálfara félagsliða geta reynt að hafa áhrif á meiðslafjölda leikmanna sinna en landsliðsþjálfarar geti ekkert gert. 15. nóvember 2018 07:00