Ferðamenn og 10 milljarða framlag til vegakerfisins Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun