Úlfur, úlfur Hörður Ægisson skrifar 16. nóvember 2018 07:15 Það er meiri háttar vá fyrir dyrum. Samþykki Alþingi innleiðingu á þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem væri brot á stjórnarskránni ef marka má málflutning síðustu vikna, mun Ísland afsala sér forræði á orkuauðlindum landsins og vera gert skylt að tengjast innri orkumarkaði ESB með lagningu sæstrengs með þeim afleiðingum að orkuverð til heimila og fyrirtækja snarhækkaði – og íslensk garðyrkja leggst af. Sem betur fer er þetta allt saman tóm della. Staðreyndir málsins eru tiltölulega skýrar. Innihald þriðja orkupakkans er um margt rökrétt framhald af fyrri orkulöggjöf sambandsins þar sem áhersla hefur einkum verið lögð á virka samkeppni með því að koma á fót innri markaði, bann við ríkisaðstoð og aukinni neytendavernd. Það regluverk var innleitt í íslenskan rétt fyrir um fimmtán árum og fullyrðingar um að nýjasti orkupakkinn feli í sér einhverja eðlisbreytingu stenst enga skoðun. Í nýlegri greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns kom skýrt fram að ekkert í orkupakkanum kallaði sérstaklega á endurskoðun á EES-samningnum, engar skyldur væru lagðar á stjórnvöld um að tengjast innri markaði ESB með sæstreng og þá varða reglur hans á engan hátt eignarrétt á orkuauðlindum hér á landi. Aðrar skýrslur og greinar ólíkra sérfræðinga hafa komist að sömu niðurstöðu. Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta meðal annars að auknu sjálfstæði eftirlitsstofnana innan ríkjanna, sem og samstarfi þeirra yfir landamæri. Í þeim tilgangi var komið á fót samstarfsstofnun á orkumarkaði (ACER) sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir í tilteknum álitamálum gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Gagnvart ríkjum EES eru þær valdheimildir í höndum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en vegna þess að raforkukerfi Íslands tengist ekki hinum evrópska orkumarkaði þá er útilokað að ESA geti beitt bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Sú staða breytist ekki nema þá aðeins að lagður verði sæstrengur, ákvörðun sem er alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komin. Þótt líklegt sé að slíkur strengur gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga þá er fátt sem bendir til að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Örfá ár eru síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit. Sú ráðstöfun fól í sér mun meira framsal fullveldis heldur en þriðji orkupakkinn. Ísland hefur enda aldrei tekið ákvörðun um að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara til að innleiða tilskipun um innri markaðinn. Það kemur ekki til af ástæðulausu. Iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á að við slíka ákvörðun þá yrðu „menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum“. EES-samstarfið væri með öðrum orðum í uppnámi. EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er meiri háttar vá fyrir dyrum. Samþykki Alþingi innleiðingu á þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem væri brot á stjórnarskránni ef marka má málflutning síðustu vikna, mun Ísland afsala sér forræði á orkuauðlindum landsins og vera gert skylt að tengjast innri orkumarkaði ESB með lagningu sæstrengs með þeim afleiðingum að orkuverð til heimila og fyrirtækja snarhækkaði – og íslensk garðyrkja leggst af. Sem betur fer er þetta allt saman tóm della. Staðreyndir málsins eru tiltölulega skýrar. Innihald þriðja orkupakkans er um margt rökrétt framhald af fyrri orkulöggjöf sambandsins þar sem áhersla hefur einkum verið lögð á virka samkeppni með því að koma á fót innri markaði, bann við ríkisaðstoð og aukinni neytendavernd. Það regluverk var innleitt í íslenskan rétt fyrir um fimmtán árum og fullyrðingar um að nýjasti orkupakkinn feli í sér einhverja eðlisbreytingu stenst enga skoðun. Í nýlegri greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar lögmanns kom skýrt fram að ekkert í orkupakkanum kallaði sérstaklega á endurskoðun á EES-samningnum, engar skyldur væru lagðar á stjórnvöld um að tengjast innri markaði ESB með sæstreng og þá varða reglur hans á engan hátt eignarrétt á orkuauðlindum hér á landi. Aðrar skýrslur og greinar ólíkra sérfræðinga hafa komist að sömu niðurstöðu. Helstu nýmæli þriðja orkupakkans lúta meðal annars að auknu sjálfstæði eftirlitsstofnana innan ríkjanna, sem og samstarfi þeirra yfir landamæri. Í þeim tilgangi var komið á fót samstarfsstofnun á orkumarkaði (ACER) sem getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir í tilteknum álitamálum gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Gagnvart ríkjum EES eru þær valdheimildir í höndum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) en vegna þess að raforkukerfi Íslands tengist ekki hinum evrópska orkumarkaði þá er útilokað að ESA geti beitt bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun. Sú staða breytist ekki nema þá aðeins að lagður verði sæstrengur, ákvörðun sem er alfarið undir íslenskum stjórnvöldum komin. Þótt líklegt sé að slíkur strengur gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga þá er fátt sem bendir til að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Örfá ár eru síðan ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti innleiðingu regluverks um sameiginlegt evrópskt fjármálaeftirlit. Sú ráðstöfun fól í sér mun meira framsal fullveldis heldur en þriðji orkupakkinn. Ísland hefur enda aldrei tekið ákvörðun um að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara til að innleiða tilskipun um innri markaðinn. Það kemur ekki til af ástæðulausu. Iðnaðarráðherra hefur réttilega bent á að við slíka ákvörðun þá yrðu „menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum“. EES-samstarfið væri með öðrum orðum í uppnámi. EES-samningurinn, sem er vissulega ekki fullkominn, er mikilvægasti alþjóðasamningur Íslands. Sú skoðun hefur hingað til verið nokkuð óumdeild. Það er ábyrgðarhlutur, sérstaklega hjá þeim þingmönnum sem ættu að minnsta kosti að vita betur, að standa fyrir þeirri umræðu sem við höfum orðið vitni að, þar sem röngum upplýsingum hefur vísvitandi verið haldið að almenningi. Ef hinn raunverulegi tilgangur með þessu rugli er að setja af stað atburðarás sem felur í sér að Ísland segi sig að lokum frá EES-samningnum þá eiga menn bara að gangast við því. Það er kominn tími til að lyfta þessari umræðu á aðeins hærra plan.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun