Fær kaldar kveðjur eftir úrsögn úr stjórn Vinnslustöðvarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 09:14 Örlað hefur á illdeilum innan Vinnslustöðvar Vestmannaeyja á síðustu árum. Vísir/pjetur Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) síðastliðinn föstudag, 9. nóvember. Á vef útgerðarinnar segir að ákvörðun hans hafi legið fyrir í kjölfar stjórnarfundar þar sem rædd var tillaga Seilar ehf., sem er stærsti hluthafi félagsins, um að boða til hluthafafundar og afgreiða vantrauststillögu um Magnús. „Fyrir lá að enginn hluthafi VSV óskaði lengur eftir kröftum hans í stjórn VSV,“ segir á vef útgerðarinnar og því til útskýringar bent á að Magnús hafi verið kjörinn í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Þá hafi hann notið stuðnings Brims hf., félags Guðmundar Kristjánssonar, sem nú ber nafnið Útgerðarfélag Reykjavíkur.Sjá einnig: Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Félagið seldi hlut sinn í VSV í haust. „Eyjamenn, eigendur meirihluta hlutafjár VSV, gerðu þá ráð fyrir því að Magnús Helgi myndi segja sig strax úr stjórn félagsins.“ Það hafi hins vegar ekki gerst fyrr en á föstudag, sem fyrr segir, því þá hafi Magnúsi verið ljóst að fram væri komin vantrauststillaga á hann. Magnús Helgi er sagður hafa sent stjórnarmönnum VSV tölvupósta í aðdraganda stjórnarfundarins þar sem hann fór þess á leit við stjórnina að hún kannaði nánar „tiltekna þætti í viðskiptum félagsins erlendis.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er sagður eiga hlut í máli.BrimLjóst er að sú beiðni hefur farið öfugt ofan í aðra stjórnarmenn enda er haft eftir Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV og eins eigenda Seilar, að tölvupóstarnir „sverji sig í ætt við annað úr þeirri átt.“ „Enn einn kafli langrar sögu þar sem þeir Magnús Helgi og Guðmundur Kristjánsson hafi farið gegn stjórnendum og stærstu eigendum VSV með dylgjum, mannorðsmeiðingum og rakalausum þvættingi um misferli og lögbrot,“ á Sigurgeir að hafa sagt um póstana.Sjá einnig: Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni „Magnús Helgi heldur áfram að reyna að gera okkur stjórnendur VSV tortryggilega á alla lund og vill láta líta svo út að úrsögn hans snúist um eitthvað allt annað en þá staðreynd að hann átti ekkert bakland lengur í eigendahópi VSV. Vinnubrögðin eru kunnugleg og í samræmi við annað sem við höfum áður kynnst í samskiptum við manninn.“ Á vef VSV er sýn Sigurgeirs á málið reifuð í löngu máli. Þar drepur hann á sigri Samherja gegn Seðlabankanum á dögunum og segir hann tilefni til að rifja upp samskipti VSV við Seðlabankann - „og hvernig atgangur þáverandi minnihlutaeigenda í félaginu, með Guðmund Kristjánsson og Magnús Helga fremsta í flokki, kann að hafa stuðlað að því að leiða Seðlabankann á villigötur.“ Nánar má fræðast um sýn Sigurgeirs á málið á vef Vinnslustöðvarinnar. Samgöngur Vistaskipti Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Magnús Helgi Árnason lögmaður sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) síðastliðinn föstudag, 9. nóvember. Á vef útgerðarinnar segir að ákvörðun hans hafi legið fyrir í kjölfar stjórnarfundar þar sem rædd var tillaga Seilar ehf., sem er stærsti hluthafi félagsins, um að boða til hluthafafundar og afgreiða vantrauststillögu um Magnús. „Fyrir lá að enginn hluthafi VSV óskaði lengur eftir kröftum hans í stjórn VSV,“ segir á vef útgerðarinnar og því til útskýringar bent á að Magnús hafi verið kjörinn í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi. Þá hafi hann notið stuðnings Brims hf., félags Guðmundar Kristjánssonar, sem nú ber nafnið Útgerðarfélag Reykjavíkur.Sjá einnig: Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Félagið seldi hlut sinn í VSV í haust. „Eyjamenn, eigendur meirihluta hlutafjár VSV, gerðu þá ráð fyrir því að Magnús Helgi myndi segja sig strax úr stjórn félagsins.“ Það hafi hins vegar ekki gerst fyrr en á föstudag, sem fyrr segir, því þá hafi Magnúsi verið ljóst að fram væri komin vantrauststillaga á hann. Magnús Helgi er sagður hafa sent stjórnarmönnum VSV tölvupósta í aðdraganda stjórnarfundarins þar sem hann fór þess á leit við stjórnina að hún kannaði nánar „tiltekna þætti í viðskiptum félagsins erlendis.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, er sagður eiga hlut í máli.BrimLjóst er að sú beiðni hefur farið öfugt ofan í aðra stjórnarmenn enda er haft eftir Sigurgeiri B. Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra VSV og eins eigenda Seilar, að tölvupóstarnir „sverji sig í ætt við annað úr þeirri átt.“ „Enn einn kafli langrar sögu þar sem þeir Magnús Helgi og Guðmundur Kristjánsson hafi farið gegn stjórnendum og stærstu eigendum VSV með dylgjum, mannorðsmeiðingum og rakalausum þvættingi um misferli og lögbrot,“ á Sigurgeir að hafa sagt um póstana.Sjá einnig: Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni „Magnús Helgi heldur áfram að reyna að gera okkur stjórnendur VSV tortryggilega á alla lund og vill láta líta svo út að úrsögn hans snúist um eitthvað allt annað en þá staðreynd að hann átti ekkert bakland lengur í eigendahópi VSV. Vinnubrögðin eru kunnugleg og í samræmi við annað sem við höfum áður kynnst í samskiptum við manninn.“ Á vef VSV er sýn Sigurgeirs á málið reifuð í löngu máli. Þar drepur hann á sigri Samherja gegn Seðlabankanum á dögunum og segir hann tilefni til að rifja upp samskipti VSV við Seðlabankann - „og hvernig atgangur þáverandi minnihlutaeigenda í félaginu, með Guðmund Kristjánsson og Magnús Helga fremsta í flokki, kann að hafa stuðlað að því að leiða Seðlabankann á villigötur.“ Nánar má fræðast um sýn Sigurgeirs á málið á vef Vinnslustöðvarinnar.
Samgöngur Vistaskipti Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30
Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. 23. ágúst 2011 17:41