Dómararnir ræða sín á milli um birtingu dóma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2018 07:30 Hæstiréttur á sinn fulltrúa meðal frummælenda, Benedikt Bogason, hæstaréttardómara og stjórnarformann dómstólasýslunnar. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira