Biðla til Amazon um að stöðva sölu á „sovéskum“ varningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 23:19 27 meðlimir Evrópuþingsins hafa biðlað til Amazon um að hætta sölu á varningi sem ber merki Sovétríkjanna sálugu. Vísir/Getty Meðlimir Evrópuþingsins hafa sent forstjóra bandaríska netverslunarrisans Amazon, Jef Bezos, opið bréf þar sem þeir biðja hann um að stöðva sölu fyrirtækisins á varningi undir merkjum Sovétríkjanna sálugu, hamars og sigðar. 27 meðlimir Evrópuþingsins, sem sumir hverjir koma frá löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, sendu bréfið undir því yfirskini að merkið kynni að valda sárindum hjá fórnarlömbum ógnarstjórnar Sovétríkjanna. Í bréfinu sagði að „heildarfjöldi fórnarlamba sovéskra stjórnvalda er talinn vera yfir sextíu milljónir manna“ og að stjórnvöld hafi flutt yfir 10 milljónir manna í vinnubúðir í Síberíu þar sem fólk bjó við „ómannúðlegar aðstæður, var neytt til vinnu, svelt og beitt líkamlegu ofbeldi.“ „Hinar blóðugu aðgerðir, hryllingurinn og miskunnarleysið sem Sovétríkin stóðu að höfðu áhrif á nær allar fjölskyldur þeirra landa sem heyrðu undir ríkjasambandið,“ sagði í bréfinu. Þá sagði einnig að „enn mætti finna fyrir sorglegum afleiðingum þess sem átti sér stað.“ Amazon hefur fram að þessu selt rauða boli og hettupeysur með gulum hamri og sigð, sem er skýr vísun í fána Sovétríkjanna, rauðan flöt með gulum hamri og sigð ásamt stjörnu. Þá hefur fatnaðurinn iðulega verið merktur með skammstöfuninni CCCP sem útlistast sem USSR (e. Union of Soviet Socialist Republics) á hinu kyrillíska stafrófi sem notast er við víða í austurhluta Evrópu. Amazon Evrópusambandið Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Meðlimir Evrópuþingsins hafa sent forstjóra bandaríska netverslunarrisans Amazon, Jef Bezos, opið bréf þar sem þeir biðja hann um að stöðva sölu fyrirtækisins á varningi undir merkjum Sovétríkjanna sálugu, hamars og sigðar. 27 meðlimir Evrópuþingsins, sem sumir hverjir koma frá löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, sendu bréfið undir því yfirskini að merkið kynni að valda sárindum hjá fórnarlömbum ógnarstjórnar Sovétríkjanna. Í bréfinu sagði að „heildarfjöldi fórnarlamba sovéskra stjórnvalda er talinn vera yfir sextíu milljónir manna“ og að stjórnvöld hafi flutt yfir 10 milljónir manna í vinnubúðir í Síberíu þar sem fólk bjó við „ómannúðlegar aðstæður, var neytt til vinnu, svelt og beitt líkamlegu ofbeldi.“ „Hinar blóðugu aðgerðir, hryllingurinn og miskunnarleysið sem Sovétríkin stóðu að höfðu áhrif á nær allar fjölskyldur þeirra landa sem heyrðu undir ríkjasambandið,“ sagði í bréfinu. Þá sagði einnig að „enn mætti finna fyrir sorglegum afleiðingum þess sem átti sér stað.“ Amazon hefur fram að þessu selt rauða boli og hettupeysur með gulum hamri og sigð, sem er skýr vísun í fána Sovétríkjanna, rauðan flöt með gulum hamri og sigð ásamt stjörnu. Þá hefur fatnaðurinn iðulega verið merktur með skammstöfuninni CCCP sem útlistast sem USSR (e. Union of Soviet Socialist Republics) á hinu kyrillíska stafrófi sem notast er við víða í austurhluta Evrópu.
Amazon Evrópusambandið Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira