Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna 18. nóvember 2018 17:46 Trump vill ekki hlusta á upptöku af morðinu. Getty/Al Drago Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01
Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08