Fær ekki leyfi til að þjálfa börn á pólsku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 06:00 Justyna Gotthardt tekur pólsk börn í talþjálfun og greiningar á skrifstofu sinni í Garðabæ. Fréttablaðið/ERNIR Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fær ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni af því að íslenskir talmeinafræðingar vilja hvorki né geta veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Af þessu leiðir að börn af pólskum uppruna fá talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Justyna fékk tímabundið starfsleyfi sem talmeinafræðingur frá Landlækni í mars 2016. Í bréfi frá Landlækni var þess getið að til að öðlast varanlegt leyfi þyrfti hún að skila inn meðmælum frá vinnuveitanda um að tungumálakunnátta hennar teljist viðunandi svo að öryggi og hagsmunir sjúklinga séu tryggðir en um er að ræða skilyrði samkvæmt reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum. Justyna fékk ekki slíka umsögn enda engum til að dreifa sem getur gefið umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Hún fékk þó endurnýjun á tímabundna starfsleyfinu um ár í viðbót, með fyrirvara um téða umsögn sem vantaði enn. Fjórum mánuðum síðar var starfsleyfi hennar hins vegar afturkallað og vísað til þess að hún hefði fengið endurnýjun fyrir mistök. „Enginn talmeinafræðingur vildi hafa mig í verknámi, sem er skiljanlegt því við störfum alls ekki með sama tungumálið,“ segir Justyna. Augljóst sé að umrætt skilyrði hafi enga þýðingu í sínu tilviki þar sem hún sinni eingöngu pólskum börnum. Justyna kærði synjun Landlæknis um varanlegt starfsleyfi til velferðarráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun Landlæknis. Justyna hefur nú kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og bíður niðurstöðu hans. „Það ætti í rauninni allt að vinna með mér. Ég hef bæði rétta menntun, mikla starfsreynslu í Póllandi og öll leyfi og réttindi frá pólskum yfirvöldum, Þar að auki er mjög mikil þörf fyrir þessa þjónustu hér á Íslandi,“ segir Justyna en auk sérmenntunar í talmeinafræðum er hún með meistaragráðu í pólsku. Hún hefur sérstakt leyfi frá pólskum yfirvöldum til að veita þjónustu til Pólverja sem búsettir eru utan Póllands, þar á meðal á Íslandi. Menntamálaráðuneytið hefur veitt henni réttindi til að starfa sem kennari en Justyna er skólastjóri pólska skólans.Er reið yfir áhugaleysi kerfisins um börn af pólskum uppruna Aðspurð segir Justyna talþjálfun á móðurmálinu mjög mikilvæga. „Ég hef fengið börn til mín sem eru í rauninni alls ekki talandi vegna þess að þau hafa ekki fengið viðeigandi aðstoð á pólsku en því betur sem börnunum gengur með sitt eigið móðurmál, því betur mun þeim ganga að læra íslenskuna,“ segir Justyna og undirstrikar að pólskan sé algjör undirstaða fyrir annað tungumál þeirra; íslenskuna. Hún nefnir einnig tengda þjónustu sem hún veiti eins og málþroskapróf sem mikilvægt sé að börnin taki á eigin móðurmáli. Hún segir mikið til sín leitað af skólum og leikskólum þegar komið er í óefni og allir orðnir ráðalausir. Justyna segist bæði reið og döpur vegna þessa áhuga- og viljaleysis Landlæknis og ráðuneytisins gagnvart þeirri þjónustu sem hún veitir börnum með pólskan uppruna. Hún segist hins vegar vita til fleiri dæma um viðhorf til pólskra starfsréttinda. „Það er ekki bara ég í þessum vandræðum heldur skilst mér að aðrar starfstéttir hafi líka lent í vandræðum með að fá starfsréttindi sín viðurkennd hér,“ segir Justyna og nefnir bæði námsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkraþjálfara sem hún hafi heyrt um.Mál Justynu hvating fyrir ráðherra Pólski skólinn varð 10 ára í síðasta mánuði og heimsótti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá skólann í fylgd Önnu Zalewska, menntamálaráðherra Póllands. „Meðal þess sem ég ræddi þá við Önnu var einmitt að efla móðurmálsmenntun pólskra barna enda góður grunnur í móðurmáli mikilvæg undirstaða fyrir annað nám, ekki síst í íslensku,“ segir Lilja og bætir við: „Þess vegna eru þessar fregnir af stöðu Justynu mikil hvatning fyrir mig til að greiða úr og leysa hennar vanda og annarra sem sinna mikilvægri þjónustu við börn ef erlendum uppruna.“ Lagafrumvarp er í undirbúningi í ráðuneyti Lilju um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa hér á landi. Lilja segir að staða Justynu ætti að breytast verði frumvarpið að lögum. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Justyna Gotthardt, eini pólskumælandi talmeinafræðingurinn hér á landi, fær ekki fullgilt starfsleyfi frá Landlækni af því að íslenskir talmeinafræðingar vilja hvorki né geta veitt Landlækni umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Af þessu leiðir að börn af pólskum uppruna fá talþjálfun á móðurmáli sínu ekki niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Justyna fékk tímabundið starfsleyfi sem talmeinafræðingur frá Landlækni í mars 2016. Í bréfi frá Landlækni var þess getið að til að öðlast varanlegt leyfi þyrfti hún að skila inn meðmælum frá vinnuveitanda um að tungumálakunnátta hennar teljist viðunandi svo að öryggi og hagsmunir sjúklinga séu tryggðir en um er að ræða skilyrði samkvæmt reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum. Justyna fékk ekki slíka umsögn enda engum til að dreifa sem getur gefið umsögn um tungumálakunnáttu hennar. Hún fékk þó endurnýjun á tímabundna starfsleyfinu um ár í viðbót, með fyrirvara um téða umsögn sem vantaði enn. Fjórum mánuðum síðar var starfsleyfi hennar hins vegar afturkallað og vísað til þess að hún hefði fengið endurnýjun fyrir mistök. „Enginn talmeinafræðingur vildi hafa mig í verknámi, sem er skiljanlegt því við störfum alls ekki með sama tungumálið,“ segir Justyna. Augljóst sé að umrætt skilyrði hafi enga þýðingu í sínu tilviki þar sem hún sinni eingöngu pólskum börnum. Justyna kærði synjun Landlæknis um varanlegt starfsleyfi til velferðarráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðun Landlæknis. Justyna hefur nú kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna málsins og bíður niðurstöðu hans. „Það ætti í rauninni allt að vinna með mér. Ég hef bæði rétta menntun, mikla starfsreynslu í Póllandi og öll leyfi og réttindi frá pólskum yfirvöldum, Þar að auki er mjög mikil þörf fyrir þessa þjónustu hér á Íslandi,“ segir Justyna en auk sérmenntunar í talmeinafræðum er hún með meistaragráðu í pólsku. Hún hefur sérstakt leyfi frá pólskum yfirvöldum til að veita þjónustu til Pólverja sem búsettir eru utan Póllands, þar á meðal á Íslandi. Menntamálaráðuneytið hefur veitt henni réttindi til að starfa sem kennari en Justyna er skólastjóri pólska skólans.Er reið yfir áhugaleysi kerfisins um börn af pólskum uppruna Aðspurð segir Justyna talþjálfun á móðurmálinu mjög mikilvæga. „Ég hef fengið börn til mín sem eru í rauninni alls ekki talandi vegna þess að þau hafa ekki fengið viðeigandi aðstoð á pólsku en því betur sem börnunum gengur með sitt eigið móðurmál, því betur mun þeim ganga að læra íslenskuna,“ segir Justyna og undirstrikar að pólskan sé algjör undirstaða fyrir annað tungumál þeirra; íslenskuna. Hún nefnir einnig tengda þjónustu sem hún veiti eins og málþroskapróf sem mikilvægt sé að börnin taki á eigin móðurmáli. Hún segir mikið til sín leitað af skólum og leikskólum þegar komið er í óefni og allir orðnir ráðalausir. Justyna segist bæði reið og döpur vegna þessa áhuga- og viljaleysis Landlæknis og ráðuneytisins gagnvart þeirri þjónustu sem hún veitir börnum með pólskan uppruna. Hún segist hins vegar vita til fleiri dæma um viðhorf til pólskra starfsréttinda. „Það er ekki bara ég í þessum vandræðum heldur skilst mér að aðrar starfstéttir hafi líka lent í vandræðum með að fá starfsréttindi sín viðurkennd hér,“ segir Justyna og nefnir bæði námsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkraþjálfara sem hún hafi heyrt um.Mál Justynu hvating fyrir ráðherra Pólski skólinn varð 10 ára í síðasta mánuði og heimsótti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra þá skólann í fylgd Önnu Zalewska, menntamálaráðherra Póllands. „Meðal þess sem ég ræddi þá við Önnu var einmitt að efla móðurmálsmenntun pólskra barna enda góður grunnur í móðurmáli mikilvæg undirstaða fyrir annað nám, ekki síst í íslensku,“ segir Lilja og bætir við: „Þess vegna eru þessar fregnir af stöðu Justynu mikil hvatning fyrir mig til að greiða úr og leysa hennar vanda og annarra sem sinna mikilvægri þjónustu við börn ef erlendum uppruna.“ Lagafrumvarp er í undirbúningi í ráðuneyti Lilju um viðurkenningu á menntun og hæfi til að starfa hér á landi. Lilja segir að staða Justynu ætti að breytast verði frumvarpið að lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira