Áfram íslenska Lilja Alfreðsdóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Á degi íslenskrar tungu sl. föstudag kynnti ég vitundarvakningu um mikilvægi íslenskunnar. Sú ber yfirskriftina Áfram íslenska! og er ætlað að minna á að þróun og framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra. Vitundarvakning þessi er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu og fyrsta aðgerðin sem tilgreind er í þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þingsályktunin var samþykkt í ríkisstjórn í liðinni viku og verður brátt lögð fram á Alþingi. Að undanförnu höfum við kynnt ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunni sem meðal annars tengjast útgáfu bóka á íslensku, einkareknum fjölmiðlum og máltækni. Með þingsályktunartillögunni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná enn þá betur utan um það stóra og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Sérstaða þjóðtungunnar, gildi hennar og fjölbreytni er sá grunnur sem vitundarvakningin okkar byggir á. Tíu aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast íslensku menntakerfi með beinum hætti, t.d. aðgerð sem tengist því að efla skólabókasöfn og vinna áfram að bættu læsi. Íslendingum af erlendum uppruna og erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Við vitum að nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í íslensku skólakerfi og eru líklegri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auðvelda aðfluttum Íslendingum, á öllum aldri, að ná tökum á íslensku máli. Jákvæð umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur og eyða þarf fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. Það verður mikilvægur liður í vitundarvakningunni. Íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál. Vitundarvakning af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víðast í samfélaginu og því verður á næstunni leitað eftir víðtæku samstarfi um hana, m.a. við stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök. Við getum öll tekið virkan þátt í því að þróa íslenskuna, móta hana og nýta hana á skapandi hátt. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á degi íslenskrar tungu sl. föstudag kynnti ég vitundarvakningu um mikilvægi íslenskunnar. Sú ber yfirskriftina Áfram íslenska! og er ætlað að minna á að þróun og framtíð tungumálsins er á ábyrgð okkar allra. Vitundarvakning þessi er liður í fjölþættum aðgerðum stjórnvalda til stuðnings íslenskri tungu og fyrsta aðgerðin sem tilgreind er í þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Þingsályktunin var samþykkt í ríkisstjórn í liðinni viku og verður brátt lögð fram á Alþingi. Að undanförnu höfum við kynnt ýmsar aðgerðir til stuðnings íslenskunni sem meðal annars tengjast útgáfu bóka á íslensku, einkareknum fjölmiðlum og máltækni. Með þingsályktunartillögunni, og þeim 22 aðgerðum sem þar eru tilgreindar, er markmiðið að ná enn þá betur utan um það stóra og viðvarandi verkefni stjórnvalda að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Sérstaða þjóðtungunnar, gildi hennar og fjölbreytni er sá grunnur sem vitundarvakningin okkar byggir á. Tíu aðgerðir í þingsályktunartillögunni tengjast íslensku menntakerfi með beinum hætti, t.d. aðgerð sem tengist því að efla skólabókasöfn og vinna áfram að bættu læsi. Íslendingum af erlendum uppruna og erlendum ríkisborgurum sem hér búa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Við vitum að nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku vegnar verr í íslensku skólakerfi og eru líklegri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auðvelda aðfluttum Íslendingum, á öllum aldri, að ná tökum á íslensku máli. Jákvæð umræða og fræðsla í samfélaginu um fjölbreytileika íslenskunnar er sérstaklega mikilvæg fyrir nýja málnotendur og eyða þarf fordómum og auka þolinmæði gagnvart íslensku með erlendum einkennum. Það verður mikilvægur liður í vitundarvakningunni. Íslenskan er lifandi samskiptatæki og okkar sjálfsagða mál. Vitundarvakning af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víðast í samfélaginu og því verður á næstunni leitað eftir víðtæku samstarfi um hana, m.a. við stofnanir, atvinnulíf og félagasamtök. Við getum öll tekið virkan þátt í því að þróa íslenskuna, móta hana og nýta hana á skapandi hátt. Framtíð íslenskunnar er í okkar höndum – og á okkar vörum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun