Ríkislögmaður víkur sæti vegna föður síns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður. Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira