Borgin hafi gefið frá sér gæði með lúsarleigu við Grandagarð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Alliance-húsið hýsir meðal annars veitingastaðinn Mat og drykk. fréttablaðið/ernir Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira