Bréf í Eimskipum hækka eftir tilkynningu Gylfa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 10:42 Gylfi Sigfússon, fráfarandi forstjóri Eimskipafélagsins. Gylfi Sigfússon hættir um áramótin sem forstjóri Eimskipafélags Íslands. Frá áramótum mun hann stýra daglegum rekstri Eimksips í Bandaríkjunum og Kanada ásamt flutningsmiðlunarfyrirtækinu Eimskip Logistics. Um er að ræða samkomulag Gylfa við stjórn Eimskipafélagsins samkvæmt því sem segir í tilkynningu sem send var út seint í gærkvöldi. Stjórn félagsins mun setja af stað ráðningarferli til að ráða nýjan forstjóra. Bréf í Eimskipum hafa hækkað um fimm prósent það sem af er degi en viðskipti með bréf félagsins nema 210 milljónum króna þegar þetta er skrifað. „Gylfi Sigfússon á að baki farsælan starfsferil hjá Eimskipafélagi Íslands sem spannar um 28 ár en hann tók við stöðu forstjóra í maí 2008 er hann var beðinn um að leiða fyrirtækið í gegnum krefjandi endurskipulagningu. Áður en Gylfi tók við sem forstjóri félagsins var hann framkvæmdastjóri Eimskips í Bandaríkjunum, Kanada og Eimskip Logistics, en hann mun frá og með 1. janúar 2019 taka aftur við daglegum rekstri og flytjast til Bandaríkjanna,“ segir Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands.Gengi bréf í Eimskipum undanfarin fimm ár.„Gylfi tók við starfi forstjóra fyrir tíu árum og leiddi Eimskip í gegnum miklar áskoranir í efnahagslífinu og í gegnum fjárhags- og rekstarlega endurskipulagningu. Verkefnið var ekki aðeins mikilvægt fyrir Eimskip heldur einnig fyrir hagsmuni Íslands; að tryggja óhefta flutninga til og frá landinu á erfiðum tímum, treysta rekstrargrundvöll heima og erlendis, auk þess sem hann stýrði félaginu til nýrrar framtíðar með dugmiklu og samstilltu starfsfólki. Vinnan við endurskipulagninguna tókst vel og félagið stendur sterkt eftir. Markmiðið er að byggja reksturinn áfram á þeim grunni sem lagður var undir stjórn Gylfa. Fyrir hönd stjórnar félagsins færi ég honum þakkir fyrir hans góða starf og óska honum velfarnaðar vestanhafs þar sem hann mun leiða uppbyggingarstarf félagsins í Norður-Ameríku.“ Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélags Íslands, óskar félaginu, starfsmönnu, stjórn og viðskiptavinum alls hins best á komandi árum. „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu stjórnarmanna, stjórnenda og starfsmanna sem og viðskiptavina félagsins sem mér auðnaðist að vinna með á þessum tíma. Þessir aðilar settu allt sitt á vogarskálarnar til að koma Eimskip aftur á skrið. Rekstrar- og fjárhagsleg endurskipulagning félagsins reyndi mikið á starfsfólk en uppskeran var góð og nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma. Ég mun stýra frekari uppbyggingu félagsins í Norður-Ameríku, en vikuleg siglingaáætlun til og frá Norður-Ameríku sem kynnt var á síðasta ári er hornsteinn þjónustunnar.“ Vistaskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Gylfi Sigfússon hættir um áramótin sem forstjóri Eimskipafélags Íslands. Frá áramótum mun hann stýra daglegum rekstri Eimksips í Bandaríkjunum og Kanada ásamt flutningsmiðlunarfyrirtækinu Eimskip Logistics. Um er að ræða samkomulag Gylfa við stjórn Eimskipafélagsins samkvæmt því sem segir í tilkynningu sem send var út seint í gærkvöldi. Stjórn félagsins mun setja af stað ráðningarferli til að ráða nýjan forstjóra. Bréf í Eimskipum hafa hækkað um fimm prósent það sem af er degi en viðskipti með bréf félagsins nema 210 milljónum króna þegar þetta er skrifað. „Gylfi Sigfússon á að baki farsælan starfsferil hjá Eimskipafélagi Íslands sem spannar um 28 ár en hann tók við stöðu forstjóra í maí 2008 er hann var beðinn um að leiða fyrirtækið í gegnum krefjandi endurskipulagningu. Áður en Gylfi tók við sem forstjóri félagsins var hann framkvæmdastjóri Eimskips í Bandaríkjunum, Kanada og Eimskip Logistics, en hann mun frá og með 1. janúar 2019 taka aftur við daglegum rekstri og flytjast til Bandaríkjanna,“ segir Baldvin Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands.Gengi bréf í Eimskipum undanfarin fimm ár.„Gylfi tók við starfi forstjóra fyrir tíu árum og leiddi Eimskip í gegnum miklar áskoranir í efnahagslífinu og í gegnum fjárhags- og rekstarlega endurskipulagningu. Verkefnið var ekki aðeins mikilvægt fyrir Eimskip heldur einnig fyrir hagsmuni Íslands; að tryggja óhefta flutninga til og frá landinu á erfiðum tímum, treysta rekstrargrundvöll heima og erlendis, auk þess sem hann stýrði félaginu til nýrrar framtíðar með dugmiklu og samstilltu starfsfólki. Vinnan við endurskipulagninguna tókst vel og félagið stendur sterkt eftir. Markmiðið er að byggja reksturinn áfram á þeim grunni sem lagður var undir stjórn Gylfa. Fyrir hönd stjórnar félagsins færi ég honum þakkir fyrir hans góða starf og óska honum velfarnaðar vestanhafs þar sem hann mun leiða uppbyggingarstarf félagsins í Norður-Ameríku.“ Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipafélags Íslands, óskar félaginu, starfsmönnu, stjórn og viðskiptavinum alls hins best á komandi árum. „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu stjórnarmanna, stjórnenda og starfsmanna sem og viðskiptavina félagsins sem mér auðnaðist að vinna með á þessum tíma. Þessir aðilar settu allt sitt á vogarskálarnar til að koma Eimskip aftur á skrið. Rekstrar- og fjárhagsleg endurskipulagning félagsins reyndi mikið á starfsfólk en uppskeran var góð og nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma. Ég mun stýra frekari uppbyggingu félagsins í Norður-Ameríku, en vikuleg siglingaáætlun til og frá Norður-Ameríku sem kynnt var á síðasta ári er hornsteinn þjónustunnar.“
Vistaskipti Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira