Tíu klukkutíma aðgerð Sophiu gekk vel og hún er ekki lömuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 16:45 Sophia Florsch. Vísir/Getty Þýski ökumaðurinn Sophia Florsch er nú að jafna sig eftir tíu klukkutíma aðgerð sem hún gekkst undir í dag eftir hræðilegt slys í formúlu 3 kappakstri í gær. Hin sautján ára gamla Sophia hryggbrotnaði í slysinu eftir að hafa flogið út úr brautinni á um 276 kílómetra hraða. Það er ótrúlegt að Sophia hafi lifað slysið af. Þegar fólk sér myndbandið þá sannfærast flestir um að verndarengill hafi vakað yfir þýska táningnum í gær. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan.SURVIVOR: 17-year-old Formula 3 driver Sophia Floersch survives a spectacular airborne crash sending her vehicle through a catch fence in the Formula 3 Macau Grand Prix, suffering a spine fracture. https://t.co/qo8p7LAJP2pic.twitter.com/Q8VB2WBHHr — ABC News (@ABC) November 18, 2018Frits van Amersfoort, eigandi ökuliðsins hennar, Van Amersfoort Racing, bauð upp á góðar fréttir í kvöld þegar BBC hafði samband. Samkvæmt þeim fréttum mun Sophia Florsch ekki vera lömuð. „Við óttuðumst það að hún gæti verið lömuð og þess vegna varð hún að fara strax í aðgerð. Við erum ótrúlega ánægð með það að hún sé á réttri leið og að allt hafi gengið vel. Enginn óttast lengur lömun,“ sagði Frits van Amersfoort við BBC.Formula 3 driver Sophia Florsch's surgery went "extremely well" and there is "no fear of paralysis". More from her team principal here: https://t.co/rbHXbuur9fpic.twitter.com/7SDrYkG8xE — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018 Læknar notuðu bein úr mjöðminni hennar til að laga einn hryggjaliðinn. Aðgerðin var mjög flókin og tók næstum því hálfan sólarhring. Blaðamaður BBC spurði Frits van Amersfoort hvort hann búist við því að Sophia Florsch muni keppa aftur í kappakstri. „Ég er nokkuð viss um að hún muni gera það en eftir nokkurn tíma auðvitað. Sem betur fer er nú kominn vetur og hún fær því tíma til að jafna sig. Ég er viss um að hún kemur til baka. Þegar kappaksturinn er á annað borð kominn í blóðið þitt þá vilja allir snúa aftur í sportið sem þeir elska,“ sagði Frits van Amersfoort. Aðrar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
Þýski ökumaðurinn Sophia Florsch er nú að jafna sig eftir tíu klukkutíma aðgerð sem hún gekkst undir í dag eftir hræðilegt slys í formúlu 3 kappakstri í gær. Hin sautján ára gamla Sophia hryggbrotnaði í slysinu eftir að hafa flogið út úr brautinni á um 276 kílómetra hraða. Það er ótrúlegt að Sophia hafi lifað slysið af. Þegar fólk sér myndbandið þá sannfærast flestir um að verndarengill hafi vakað yfir þýska táningnum í gær. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan.SURVIVOR: 17-year-old Formula 3 driver Sophia Floersch survives a spectacular airborne crash sending her vehicle through a catch fence in the Formula 3 Macau Grand Prix, suffering a spine fracture. https://t.co/qo8p7LAJP2pic.twitter.com/Q8VB2WBHHr — ABC News (@ABC) November 18, 2018Frits van Amersfoort, eigandi ökuliðsins hennar, Van Amersfoort Racing, bauð upp á góðar fréttir í kvöld þegar BBC hafði samband. Samkvæmt þeim fréttum mun Sophia Florsch ekki vera lömuð. „Við óttuðumst það að hún gæti verið lömuð og þess vegna varð hún að fara strax í aðgerð. Við erum ótrúlega ánægð með það að hún sé á réttri leið og að allt hafi gengið vel. Enginn óttast lengur lömun,“ sagði Frits van Amersfoort við BBC.Formula 3 driver Sophia Florsch's surgery went "extremely well" and there is "no fear of paralysis". More from her team principal here: https://t.co/rbHXbuur9fpic.twitter.com/7SDrYkG8xE — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018 Læknar notuðu bein úr mjöðminni hennar til að laga einn hryggjaliðinn. Aðgerðin var mjög flókin og tók næstum því hálfan sólarhring. Blaðamaður BBC spurði Frits van Amersfoort hvort hann búist við því að Sophia Florsch muni keppa aftur í kappakstri. „Ég er nokkuð viss um að hún muni gera það en eftir nokkurn tíma auðvitað. Sem betur fer er nú kominn vetur og hún fær því tíma til að jafna sig. Ég er viss um að hún kemur til baka. Þegar kappaksturinn er á annað borð kominn í blóðið þitt þá vilja allir snúa aftur í sportið sem þeir elska,“ sagði Frits van Amersfoort.
Aðrar íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira