Býst við hærri fargjöldum á næstunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2018 06:15 Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 7,4 prósent í verði í Kauphöllinni í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. Afkoman var í samræmi við væntingar greinenda en jákvæð skilaboð stjórnenda félagsins á fundi með fjárfestum í gær kölluðu fram mikil viðbrögð á markaði. Fréttablaðið/Ernir Afkomuhorfur Icelandair Group á næsta ári munu ráðast að miklu leyti af því hver þróun flugfargjalda verður á komandi mánuðum, að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda í hagfræðideild Landsbankans. Starfandi forstjóri félagsins segist hafa enga trú á öðru en að fargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Flugfélög þurfi til lengri tíma litið að selja flugsæti á hærra verði en það kostar að framleiða þau. Fjárfestar tóku vel í uppgjör ferðaþjónustufélagsins fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var eftir lokun markaða á þriðjudag, en til marks um það ruku hlutabréf í félaginu upp um 7,4 prósent í verði í 530 milljóna króna viðskiptum í gær.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Sveinn segir hugsanlegt að einhverjir fjárfestar hafi lokað skortstöðum í félaginu og því hafi kauphliðin verið sterk í viðskiptum gærdagsins. Það kunni að einhverju leyti að skýra verðhækkanir hlutabréfanna. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að fjárfestar hafi að líkindum brugðist við heldur jákvæðum tóni í afkomutilkynningu félagsins og á fundi með fjárfestum í gærmorgun. „Skilaboð félagsins,“ útskýrir hann, „eru þau að því hafi tekist að leiðrétta þann vanda í leiðakerfinu sem olli misvægi á milli flugframboðs til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar og að á næsta ári verði misvægið á bak og burt. Einnig segist félagið vera að vinna að því að bæta tekjustýringarleiðir sínar og leita leiða til hagræðingar, svo sem með betri nýtingu á starfskröftum og aukinni sjálfvirknivæðingu. Ég ímynda mér að þessi jákvæðu skilaboð hafi að einhverju leyti kallað fram þessi viðbrögð á markaði,“ nefnir Elvar Ingi. Einnig hafi einhverjir markaðsaðilar haft af því áhyggjur í aðdraganda uppgjörsins að afkoman á fjórðungnum myndi valda vonbrigðum.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaEBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 115 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um 26 prósent á milli ára. Bogi Nils Bogason, sem settist tímabundið í forstjórastól í kjölfar brotthvarfs Björgólfs Jóhannssonar í ágúst, sagði á fjárfestafundinum að hærra olíuverð, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting skýrðu helst verri afkomu félagsins. Stjórnendur Icelandair Group búast nú við því að EBITDA í ár verði á bilinu 80 til 90 milljónir dala en áður gerði spá þeirra ráð fyrir að afkoman gæti numið allt að 100 milljónum dala. Jafnan gengur ekki upp Sveinn segir að til lengri tíma litið skipti það félagið litlu máli hvort EBITDA verði 80 eða 90 milljónir dala í ár. „Þess í stað eru fjárfestar farnir að einbeita sér að næsta ári og velta því til dæmis fyrir sér hverjar vaxtarhorfur félagsins séu á árinu. Félagið hefur lítið gefið upp um áætlanir sínar enn sem komið er. Afkomuhorfur félagsins munu einnig ráðast að miklu leyti af þróun flugfargjalda á næstu mánuðum. Nánast hver einasti forstjóri flugfélags í Evrópu hefur sagt að farmiðaverð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort framboðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni og nýtingu,“ segir Sveinn.Bogi Nils nefndi á fundinum í gær að sagan sýndi að það væru ávallt tafir á því að kostnaðarhækkunum, svo sem hækkunum á eldsneytisverði, væri fleytt út í flugfargjöld. Hann hefði „enga trú“ á öðru en að fargjöld myndu hækka í takt við hærra eldsneytisverð. „Með meiri aga á þessum markaði munu fargjöld hækka. Félögin þurfa í raun og veru að selja sætin á hærra verði en það kostar að framleiða þau, svona til lengri tíma. Það er heppilegra,“ sagði forstjórinn. Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vandamál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíuverði og flugfargjöldum, hafa lítið breyst til hins betra að undanförnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vandamálunum og að þau ættu bráðlega að vera úr sögunni. Skilaboðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raungerist.“Viðbótartekjur nær tvöfölduðust á milli ára Viðbótartekjur Icelandair Group námu 20 dölum á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar voru þær 11 dalir á farþega á sama tímabili í fyrra. Í fjórðungsuppgjöri félagsins voru í fyrsta sinn birtar upplýsingar um umræddar tekjur en þær eru skilgreindar sem allar tekjur félagsins af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Elvar Ingi segir að Economy Light valkosturinn, sem félagið kynnti til leiks fyrir um ári, kunni að skýra aukninguna að hluta. Áhugavert verði að sjá hver þróun teknanna verði á næstu misserum. „Markmiðið er klárlega að hækka þessa sölu og þar eru stór tækifæri að okkar mati,“ sagði Bogi Nils á fjárfestafundi í gær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira
Afkomuhorfur Icelandair Group á næsta ári munu ráðast að miklu leyti af því hver þróun flugfargjalda verður á komandi mánuðum, að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda í hagfræðideild Landsbankans. Starfandi forstjóri félagsins segist hafa enga trú á öðru en að fargjöld muni hækka í takt við hækkanir á olíuverði. Flugfélög þurfi til lengri tíma litið að selja flugsæti á hærra verði en það kostar að framleiða þau. Fjárfestar tóku vel í uppgjör ferðaþjónustufélagsins fyrir þriðja ársfjórðung, sem birt var eftir lokun markaða á þriðjudag, en til marks um það ruku hlutabréf í félaginu upp um 7,4 prósent í verði í 530 milljóna króna viðskiptum í gær.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Sveinn segir hugsanlegt að einhverjir fjárfestar hafi lokað skortstöðum í félaginu og því hafi kauphliðin verið sterk í viðskiptum gærdagsins. Það kunni að einhverju leyti að skýra verðhækkanir hlutabréfanna. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að fjárfestar hafi að líkindum brugðist við heldur jákvæðum tóni í afkomutilkynningu félagsins og á fundi með fjárfestum í gærmorgun. „Skilaboð félagsins,“ útskýrir hann, „eru þau að því hafi tekist að leiðrétta þann vanda í leiðakerfinu sem olli misvægi á milli flugframboðs til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar og að á næsta ári verði misvægið á bak og burt. Einnig segist félagið vera að vinna að því að bæta tekjustýringarleiðir sínar og leita leiða til hagræðingar, svo sem með betri nýtingu á starfskröftum og aukinni sjálfvirknivæðingu. Ég ímynda mér að þessi jákvæðu skilaboð hafi að einhverju leyti kallað fram þessi viðbrögð á markaði,“ nefnir Elvar Ingi. Einnig hafi einhverjir markaðsaðilar haft af því áhyggjur í aðdraganda uppgjörsins að afkoman á fjórðungnum myndi valda vonbrigðum.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion bankaEBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – nam 115 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi og lækkaði um 26 prósent á milli ára. Bogi Nils Bogason, sem settist tímabundið í forstjórastól í kjölfar brotthvarfs Björgólfs Jóhannssonar í ágúst, sagði á fjárfestafundinum að hærra olíuverð, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting skýrðu helst verri afkomu félagsins. Stjórnendur Icelandair Group búast nú við því að EBITDA í ár verði á bilinu 80 til 90 milljónir dala en áður gerði spá þeirra ráð fyrir að afkoman gæti numið allt að 100 milljónum dala. Jafnan gengur ekki upp Sveinn segir að til lengri tíma litið skipti það félagið litlu máli hvort EBITDA verði 80 eða 90 milljónir dala í ár. „Þess í stað eru fjárfestar farnir að einbeita sér að næsta ári og velta því til dæmis fyrir sér hverjar vaxtarhorfur félagsins séu á árinu. Félagið hefur lítið gefið upp um áætlanir sínar enn sem komið er. Afkomuhorfur félagsins munu einnig ráðast að miklu leyti af þróun flugfargjalda á næstu mánuðum. Nánast hver einasti forstjóri flugfélags í Evrópu hefur sagt að farmiðaverð muni hækka en það hefur samt ekki hækkað enn. Jafnan gengur ekki upp. Það má kannski velta því fyrir sér hvort framboðið sé of mikið og félög séu hrædd um að verðhækkanir muni koma niður á eftirspurninni og nýtingu,“ segir Sveinn.Bogi Nils nefndi á fundinum í gær að sagan sýndi að það væru ávallt tafir á því að kostnaðarhækkunum, svo sem hækkunum á eldsneytisverði, væri fleytt út í flugfargjöld. Hann hefði „enga trú“ á öðru en að fargjöld myndu hækka í takt við hærra eldsneytisverð. „Með meiri aga á þessum markaði munu fargjöld hækka. Félögin þurfa í raun og veru að selja sætin á hærra verði en það kostar að framleiða þau, svona til lengri tíma. Það er heppilegra,“ sagði forstjórinn. Elvar Ingi segir félagið hafa glímt við eins konar innri vandamál. „Ytri þættir sem félagið hefur litla stjórn á, svo sem þróun á olíuverði og flugfargjöldum, hafa lítið breyst til hins betra að undanförnu en hins vegar segir félagið að það sé að ná tökum á innri vandamálunum og að þau ættu bráðlega að vera úr sögunni. Skilaboðin eru jákvæð og nú verður að sjá hvort þau raungerist.“Viðbótartekjur nær tvöfölduðust á milli ára Viðbótartekjur Icelandair Group námu 20 dölum á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi en til samanburðar voru þær 11 dalir á farþega á sama tímabili í fyrra. Í fjórðungsuppgjöri félagsins voru í fyrsta sinn birtar upplýsingar um umræddar tekjur en þær eru skilgreindar sem allar tekjur félagsins af farþegum umfram tekjur af sölu farmiða. Elvar Ingi segir að Economy Light valkosturinn, sem félagið kynnti til leiks fyrir um ári, kunni að skýra aukninguna að hluta. Áhugavert verði að sjá hver þróun teknanna verði á næstu misserum. „Markmiðið er klárlega að hækka þessa sölu og þar eru stór tækifæri að okkar mati,“ sagði Bogi Nils á fjárfestafundi í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira