Efnunum eytt á Spáni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. nóvember 2018 06:15 Sigurður Ragnar Kristinsson. Fréttablaðið/Ernir Fíkniefnum sem haldlögð voru af spænskum lögregluyfirvöldum í svokölluðu Skáksambandsmáli var eytt áður en frekari greining, sem íslenska lögreglan óskaði eftir, hafði farið fram. Þetta staðfestir Anna Barbara Andradóttir saksóknari. „Það var óskað eftir því af hálfu íslensku lögreglunnar að þeim yrði ekki eytt en náðist ekki í tíma og þeim var eytt áður en sú beiðni komst til skila.“ Þrír hafa verið ákærðir í málinu, þeirra á meðal Sigurður Ragnar Kristinsson, sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, 23,8% að styrkleika, hingað til lands frá Spáni. Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. „Ákærði hefur efasemdir um vigtun efnanna og magn efna sem tiltekið er í ákærunni. Þá eru uppi efasemdir um styrkleikamælingu efnanna og um að þetta séu að öllu leyti efnin sem tilgreind eru í ákæru,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar Ragnars, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Aðspurð segir Anna Barbara að lögregla hafi óskað eftir frekari greiningu á efnunum meðan málið var á rannsóknarstigi en ekki hafi verið unnt að verða við því enda búið að eyða þeim. Hún segir ákvörðun um eyðingu efnanna hafi verið tekna á grundvelli vinnureglna þar ytra eftir ákveðnum stöðlum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að ekki hafi reynst unnt að afla frekari greininga sé skýrslan ekki dregin í efa. Um Evrópuríki sé að ræða sem fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar hafi verið gerðar sem ætti að vera fullnægjandi samkvæmt hérlendum stöðlum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Fíkniefnum sem haldlögð voru af spænskum lögregluyfirvöldum í svokölluðu Skáksambandsmáli var eytt áður en frekari greining, sem íslenska lögreglan óskaði eftir, hafði farið fram. Þetta staðfestir Anna Barbara Andradóttir saksóknari. „Það var óskað eftir því af hálfu íslensku lögreglunnar að þeim yrði ekki eytt en náðist ekki í tíma og þeim var eytt áður en sú beiðni komst til skila.“ Þrír hafa verið ákærðir í málinu, þeirra á meðal Sigurður Ragnar Kristinsson, sem er ákærður fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni, 23,8% að styrkleika, hingað til lands frá Spáni. Sigurður játaði aðild að málinu við yfirheyrslur hjá lögreglu en neitaði sök við þingfestingu málsins. „Ákærði hefur efasemdir um vigtun efnanna og magn efna sem tiltekið er í ákærunni. Þá eru uppi efasemdir um styrkleikamælingu efnanna og um að þetta séu að öllu leyti efnin sem tilgreind eru í ákæru,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Sigurðar Ragnars, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Aðspurð segir Anna Barbara að lögregla hafi óskað eftir frekari greiningu á efnunum meðan málið var á rannsóknarstigi en ekki hafi verið unnt að verða við því enda búið að eyða þeim. Hún segir ákvörðun um eyðingu efnanna hafi verið tekna á grundvelli vinnureglna þar ytra eftir ákveðnum stöðlum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þrátt fyrir að ekki hafi reynst unnt að afla frekari greininga sé skýrslan ekki dregin í efa. Um Evrópuríki sé að ræða sem fylgi sömu viðmiðum og gert er hér á landi og allar mælingar hafi verið gerðar sem ætti að vera fullnægjandi samkvæmt hérlendum stöðlum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira