Feðraveldið María Bjarnadóttir skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Feðraveldi er ferlegt orð. Bæði vegna þess sem það stendur fyrir, en líka vegna þess hversu illa það lýsir því sem það þýðir. Feðraveldi er þýðing á enska hugtakinu patriarchy. Það er til betri þýðing. Kynjakerfi. Kynjakerfi er kerfið sem hefur valdið því að karlar; menn og drengir, hafa ekki alist upp við að tala um tilfinningar sínar, heldur að harka af sér. Það hefur viðhaldið stöðluðum ímyndum um karlmennsku sem birtist til dæmis í því að fjölmiðill gerir lítið úr mínum uppáhalds Króla sem opinberar tilfinningar sínar þegar hann talar um ofbeldi gegn konum, í stað þess að fjalla um samfélagsmeinið sem hann táraðist yfir. Þetta kynjakerfi hefur sætt nokkrum barsmíðum, lengst af aðallega af hálfu kvenna og femínista. Megintilgangur barningsins hefur verið að búa til svigrúm fyrir konur í samfélaginu til jafns við karla, losa þær undan ofbeldi sem hefur verið samofið samfélagsgerðum og vinna að því að upplifanir kvenna verði metnar til jafns við karla. Til dæmis með að borga þeim sömu laun fyrir sömu störf. Sannarlega byltingarkennt. Kynjakerfið heldur aftur af okkur öllum og það eru ekki bara konur sem njóta ágóðans af því að það kvarnist upp úr því. Það gera þau sem finna sig ekki í hinum hefðbundna tvískipta heimi karla og kvenna sem gerir tortryggilegt að fólk upplifi sig fyrst og fremst sem einstaklinga, en ekki kyn. Konur sannarlega. En það gera líka karlar; strákar og menn. Kynjakerfið er ímyndað kerfi sem setur upp raunverulegar hindranir og óþolandi takmarkanir. Er ekki kominn tími á að smalla það bara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Feðraveldi er ferlegt orð. Bæði vegna þess sem það stendur fyrir, en líka vegna þess hversu illa það lýsir því sem það þýðir. Feðraveldi er þýðing á enska hugtakinu patriarchy. Það er til betri þýðing. Kynjakerfi. Kynjakerfi er kerfið sem hefur valdið því að karlar; menn og drengir, hafa ekki alist upp við að tala um tilfinningar sínar, heldur að harka af sér. Það hefur viðhaldið stöðluðum ímyndum um karlmennsku sem birtist til dæmis í því að fjölmiðill gerir lítið úr mínum uppáhalds Króla sem opinberar tilfinningar sínar þegar hann talar um ofbeldi gegn konum, í stað þess að fjalla um samfélagsmeinið sem hann táraðist yfir. Þetta kynjakerfi hefur sætt nokkrum barsmíðum, lengst af aðallega af hálfu kvenna og femínista. Megintilgangur barningsins hefur verið að búa til svigrúm fyrir konur í samfélaginu til jafns við karla, losa þær undan ofbeldi sem hefur verið samofið samfélagsgerðum og vinna að því að upplifanir kvenna verði metnar til jafns við karla. Til dæmis með að borga þeim sömu laun fyrir sömu störf. Sannarlega byltingarkennt. Kynjakerfið heldur aftur af okkur öllum og það eru ekki bara konur sem njóta ágóðans af því að það kvarnist upp úr því. Það gera þau sem finna sig ekki í hinum hefðbundna tvískipta heimi karla og kvenna sem gerir tortryggilegt að fólk upplifi sig fyrst og fremst sem einstaklinga, en ekki kyn. Konur sannarlega. En það gera líka karlar; strákar og menn. Kynjakerfið er ímyndað kerfi sem setur upp raunverulegar hindranir og óþolandi takmarkanir. Er ekki kominn tími á að smalla það bara?
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar