Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2018 11:36 Knut Arild Hareide segist ætla segja af sér sem formaður ákveði landsfundur að flokkurinn skuli áfram tilheyra bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. EPA/Lisa Aserud Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, segist munu segja af sér sem formaður flokksins, ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. Kristilegir demókratar verja stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli og er ljóst að ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra myndi falla ákveði Kristilegi þjóðarflokkurinn að ganga til liðs við Verkamannaflokkinn og hina flokkana í rauðu blokkinni. Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins fer nú fram í Gardermoen. Hareide ávarpaði landsfundinn í morgun þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Búist er við að það muni liggja fyrir síðdegis hvor leiðin verði ofan á – að flokkurinn verði áfram stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, eða gangi til liðs við rauðu blokkina.Bláliðar fleiri Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og liggur fyrir að aðeins fleiri „bláliðar“ hafi valist á þingið. Hareide náði því í gegn í morgun að kosningin verði leynileg. Hareide hefur sagt bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Klofinn í herðar niður Kristilegi þjóðarflokkurinn er klofinn í herðar niður vegna málsins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu og hefur sjaldan eða aldrei mælst með minna fylgi en í skoðanakönnunum nú. Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, segist munu segja af sér sem formaður flokksins, ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. Kristilegir demókratar verja stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli og er ljóst að ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra myndi falla ákveði Kristilegi þjóðarflokkurinn að ganga til liðs við Verkamannaflokkinn og hina flokkana í rauðu blokkinni. Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins fer nú fram í Gardermoen. Hareide ávarpaði landsfundinn í morgun þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Búist er við að það muni liggja fyrir síðdegis hvor leiðin verði ofan á – að flokkurinn verði áfram stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, eða gangi til liðs við rauðu blokkina.Bláliðar fleiri Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og liggur fyrir að aðeins fleiri „bláliðar“ hafi valist á þingið. Hareide náði því í gegn í morgun að kosningin verði leynileg. Hareide hefur sagt bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Klofinn í herðar niður Kristilegi þjóðarflokkurinn er klofinn í herðar niður vegna málsins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu og hefur sjaldan eða aldrei mælst með minna fylgi en í skoðanakönnunum nú.
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04