Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2018 11:36 Knut Arild Hareide segist ætla segja af sér sem formaður ákveði landsfundur að flokkurinn skuli áfram tilheyra bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. EPA/Lisa Aserud Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, segist munu segja af sér sem formaður flokksins, ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. Kristilegir demókratar verja stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli og er ljóst að ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra myndi falla ákveði Kristilegi þjóðarflokkurinn að ganga til liðs við Verkamannaflokkinn og hina flokkana í rauðu blokkinni. Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins fer nú fram í Gardermoen. Hareide ávarpaði landsfundinn í morgun þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Búist er við að það muni liggja fyrir síðdegis hvor leiðin verði ofan á – að flokkurinn verði áfram stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, eða gangi til liðs við rauðu blokkina.Bláliðar fleiri Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og liggur fyrir að aðeins fleiri „bláliðar“ hafi valist á þingið. Hareide náði því í gegn í morgun að kosningin verði leynileg. Hareide hefur sagt bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Klofinn í herðar niður Kristilegi þjóðarflokkurinn er klofinn í herðar niður vegna málsins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu og hefur sjaldan eða aldrei mælst með minna fylgi en í skoðanakönnunum nú. Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, segist munu segja af sér sem formaður flokksins, ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. Kristilegir demókratar verja stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli og er ljóst að ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra myndi falla ákveði Kristilegi þjóðarflokkurinn að ganga til liðs við Verkamannaflokkinn og hina flokkana í rauðu blokkinni. Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins fer nú fram í Gardermoen. Hareide ávarpaði landsfundinn í morgun þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni. Búist er við að það muni liggja fyrir síðdegis hvor leiðin verði ofan á – að flokkurinn verði áfram stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, eða gangi til liðs við rauðu blokkina.Bláliðar fleiri Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og liggur fyrir að aðeins fleiri „bláliðar“ hafi valist á þingið. Hareide náði því í gegn í morgun að kosningin verði leynileg. Hareide hefur sagt bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Klofinn í herðar niður Kristilegi þjóðarflokkurinn er klofinn í herðar niður vegna málsins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu og hefur sjaldan eða aldrei mælst með minna fylgi en í skoðanakönnunum nú.
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04