Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2018 19:43 Fulltrúar ýmissa ríkja hafa beint viðskiptum sínum að Trump-hótelinu í Washington-borg eftir að Trump varð forseti. Vísir/Getty Dómsmálaráðherrar tveggja ríkja í Bandaríkjunum gætu krafist upplýsinga um erlenda viðskiptahagsmuni Donalds Trump forseta eftir að alríkisdómari hafnaði kröfu hans um að slá málinu á frest. Málið var höfðað á grundvelli stjórnarskrárákvæði sem bannar forsetanum að þiggja greiðslur eða gjafir frá erlendum aðilum. Í stefnu dómsmálaráðherra Maryland og Columbia-svæðis gegn forsetanum er hann sakaður um að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðinu með því að eiga í viðskiptum við erlend ríki, meðal annars í gegnum hótelið sem hann á í Washington-borg. Fulltrúar erlendra ríkja hafa verið tíðir gestir þar. Trump hefur hins vegar alla tíð neitað að opinbera skattskýrslur sínar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt litla tilburði til að hafa aðhald með mögulegum hagsmunaárekstrum forsetans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna krafðist þess að dómarinn í málinu féllist á að fresta því á meðan leitað væri til æðra dómsvalds um álitefni sem það segir uppi. Lögmenn ráðuneytisins halda því fram að verulegur vafi leiki á því hvort að greiðslur sem fyrirtæki forsetans fá frá erlendum ríkisstjórnum falli undir stjórnarskrárákvæðið. Alríkisdómarinn hafnaði þeim rökum hins vegar og sagði þau „hæpna tillögu“, að sögn Washington Post. Skipaði hann stefnendunum að leggja fram áætlun um upplýsingaöflun í málinu innan tuttugu daga. Þar með er leiðin greið fyrir stefnendurna að fara fram á upplýsingar um rekstur Trump-hótelsins í Washington-borg. Athygli vekur að dómarinn hafnaði einnig rökum um að stefnan gegn Trump væri of mikið ónæði fyrir störf hans sem forseti. Vísaði dómarinn til tísts Trump þar sem hann virtist lýsa yfir ósk um að John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, stefndi honum.The judge in the emoluments clause case cited this tweet from @realDonaldTrump to reject Trump's argument that any lawsuit would impose undue burdens on the presidency. In this tweet, Trump actually invited a lawsuit from one of his enemies! He's got time, it seems. https://t.co/RTQbWUhahr— David Fahrenthold (@Fahrenthold) November 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Dómsmálaráðherrar tveggja ríkja í Bandaríkjunum gætu krafist upplýsinga um erlenda viðskiptahagsmuni Donalds Trump forseta eftir að alríkisdómari hafnaði kröfu hans um að slá málinu á frest. Málið var höfðað á grundvelli stjórnarskrárákvæði sem bannar forsetanum að þiggja greiðslur eða gjafir frá erlendum aðilum. Í stefnu dómsmálaráðherra Maryland og Columbia-svæðis gegn forsetanum er hann sakaður um að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðinu með því að eiga í viðskiptum við erlend ríki, meðal annars í gegnum hótelið sem hann á í Washington-borg. Fulltrúar erlendra ríkja hafa verið tíðir gestir þar. Trump hefur hins vegar alla tíð neitað að opinbera skattskýrslur sínar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt litla tilburði til að hafa aðhald með mögulegum hagsmunaárekstrum forsetans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna krafðist þess að dómarinn í málinu féllist á að fresta því á meðan leitað væri til æðra dómsvalds um álitefni sem það segir uppi. Lögmenn ráðuneytisins halda því fram að verulegur vafi leiki á því hvort að greiðslur sem fyrirtæki forsetans fá frá erlendum ríkisstjórnum falli undir stjórnarskrárákvæðið. Alríkisdómarinn hafnaði þeim rökum hins vegar og sagði þau „hæpna tillögu“, að sögn Washington Post. Skipaði hann stefnendunum að leggja fram áætlun um upplýsingaöflun í málinu innan tuttugu daga. Þar með er leiðin greið fyrir stefnendurna að fara fram á upplýsingar um rekstur Trump-hótelsins í Washington-borg. Athygli vekur að dómarinn hafnaði einnig rökum um að stefnan gegn Trump væri of mikið ónæði fyrir störf hans sem forseti. Vísaði dómarinn til tísts Trump þar sem hann virtist lýsa yfir ósk um að John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, stefndi honum.The judge in the emoluments clause case cited this tweet from @realDonaldTrump to reject Trump's argument that any lawsuit would impose undue burdens on the presidency. In this tweet, Trump actually invited a lawsuit from one of his enemies! He's got time, it seems. https://t.co/RTQbWUhahr— David Fahrenthold (@Fahrenthold) November 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira