Bylting étur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Það er ótrúlegt að fylgjast með verkalýðshreyfingunni. Munnsöfnuðurinn er þannig að venjulegu fólki svelgist á, ítrekað. Það er eins og nýja forystan ætli alls ekki að láta það spyrjast um sig að hún lúti einhverjum siðalögmálum þreyttrar borgarastéttar. Í byltingu er allt leyfilegt, öllu skal kollvarpað og engin ástæða til að binda sig við úrkynjaða siði eins og almenna kurteisi. Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar. Kröfur nýju forystunnar eru þannig að hún treystir sér ekki í að reikna kostnaðinn af þeim. Þegar bent er á að við höfum áratuga reynslu af því að krónutöluhækkanir breytast í prósentuhækkanir sem hlaupa upp allan launastigann með tilheyrandi verðbólgu, hækkun lána og kaupmáttarrýrnun, þá er gripið til fúkyrða. Einhver fréttamaður ætti að spyrja t.d. ljósmæður hvort þær myndu sætta sig við það að menntun þeirra verði nánast í engu metin til launa? Þær munu auðvitað krefjast sambærilegrar hækkunar. En hverjir tapa á verðbólgu? Það er ekki ríka fólkið sem á húsin sín skuldlaust og býr að eignum sem hækka í verði með verðbólgunni. En fólkið sem skuldar verðtryggt í húsunum sínum, ver stórum hluta tekna sinna til kaupa á nauðsynjavarningi og vinnur á töxtum, það er fólkið sem tapar mestu í verðbólgu. Það er fólkið í verkalýðshreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að fylgjast með verkalýðshreyfingunni. Munnsöfnuðurinn er þannig að venjulegu fólki svelgist á, ítrekað. Það er eins og nýja forystan ætli alls ekki að láta það spyrjast um sig að hún lúti einhverjum siðalögmálum þreyttrar borgarastéttar. Í byltingu er allt leyfilegt, öllu skal kollvarpað og engin ástæða til að binda sig við úrkynjaða siði eins og almenna kurteisi. Andlegur leiðtogi þessarar hreyfingar virðist vera Gunnar Smári Egilsson sem áður hafði nokkuð óhindraðan aðgang að sjóðum auðmanna. Nú er Gunnar Smári búinn að finna nýjan sjóð, verkalýðsfélagið Efling situr á 12 milljörðum sem nýta má til ýmissa verka. Það þurfti bara að senda gjaldkerann í veikindaleyfi, hún virtist ekki skilja fínni blæbrigði byltingarinnar. Kröfur nýju forystunnar eru þannig að hún treystir sér ekki í að reikna kostnaðinn af þeim. Þegar bent er á að við höfum áratuga reynslu af því að krónutöluhækkanir breytast í prósentuhækkanir sem hlaupa upp allan launastigann með tilheyrandi verðbólgu, hækkun lána og kaupmáttarrýrnun, þá er gripið til fúkyrða. Einhver fréttamaður ætti að spyrja t.d. ljósmæður hvort þær myndu sætta sig við það að menntun þeirra verði nánast í engu metin til launa? Þær munu auðvitað krefjast sambærilegrar hækkunar. En hverjir tapa á verðbólgu? Það er ekki ríka fólkið sem á húsin sín skuldlaust og býr að eignum sem hækka í verði með verðbólgunni. En fólkið sem skuldar verðtryggt í húsunum sínum, ver stórum hluta tekna sinna til kaupa á nauðsynjavarningi og vinnur á töxtum, það er fólkið sem tapar mestu í verðbólgu. Það er fólkið í verkalýðshreyfingunni.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar