Sigmundur Davíð ánægður með að geta treyst flokksfélögunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2018 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði ríkisstjórnina um aumingjaskap og sagði hana aðeins vera til fyrir sjálfa sig, í ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins sem haldinn var á Akureyri í dag. Það var þéttsettinn bekkurinn á Hótel Kea og mátti greina mikinn einbeitingarsvip á fundargestum á meðan þeir hlýddu á ræðu formannsins. Snerist hún að miklu leyti um gagnrýni á ríkisstjórnina sem Sigmundur Davíð sagði hafa áorkað litlu þar sem hún þyrði ekki að taka stórar ákvarðanir. „Hugsanlega vegna þess að það er ágreiningur á milli flokkanna um það, hugsanlega vegna þess að þau óttast gagnrýni en eins og ég rakti þá verða ekki raunverulegar breytingar til bóta nema menn þori að taka ákvarðanir sem eru umdeildar,“ segir Sigmundur Davíð. Ríkisstjórnin væri eingöngu mynduð fyrir flokkana sem hana skipa í þeim tilgangi að manna ráðherrastólana. „Það hvernig ríkisstjórnin gengur fram er afleiðing af því hvernig var stofnað til hennar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn fyrir um ári síðan eftir að hann sagði sig úr Framsóknarflokknum og segist hann upplifa allt aðra stemmningu innan Miðflokksins en innan hins gamla flokks.„Það sem stendur upp úr fyrir mér persónulega er hvað mér finnst gaman að vera í þessum hópi. Hver einasti maður sem maður hittir á þessum fundum er fólk sem manni líkar við og treystir sem er svolítið breyting frá því sem var á tímabili,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta skili sér í góðu samstarfi á milli flokksfélaga. „Af því að þetta eru vinir sem að hver treystir öðrum þá þora menn að koma með frumlegar hugmyndir og ræða þeir og það skilar sér oft í góðum lausnum,“ segir Sigmundur Davíð. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði ríkisstjórnina um aumingjaskap og sagði hana aðeins vera til fyrir sjálfa sig, í ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins sem haldinn var á Akureyri í dag. Það var þéttsettinn bekkurinn á Hótel Kea og mátti greina mikinn einbeitingarsvip á fundargestum á meðan þeir hlýddu á ræðu formannsins. Snerist hún að miklu leyti um gagnrýni á ríkisstjórnina sem Sigmundur Davíð sagði hafa áorkað litlu þar sem hún þyrði ekki að taka stórar ákvarðanir. „Hugsanlega vegna þess að það er ágreiningur á milli flokkanna um það, hugsanlega vegna þess að þau óttast gagnrýni en eins og ég rakti þá verða ekki raunverulegar breytingar til bóta nema menn þori að taka ákvarðanir sem eru umdeildar,“ segir Sigmundur Davíð. Ríkisstjórnin væri eingöngu mynduð fyrir flokkana sem hana skipa í þeim tilgangi að manna ráðherrastólana. „Það hvernig ríkisstjórnin gengur fram er afleiðing af því hvernig var stofnað til hennar,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn fyrir um ári síðan eftir að hann sagði sig úr Framsóknarflokknum og segist hann upplifa allt aðra stemmningu innan Miðflokksins en innan hins gamla flokks.„Það sem stendur upp úr fyrir mér persónulega er hvað mér finnst gaman að vera í þessum hópi. Hver einasti maður sem maður hittir á þessum fundum er fólk sem manni líkar við og treystir sem er svolítið breyting frá því sem var á tímabili,“ sagði Sigmundur Davíð. Þetta skili sér í góðu samstarfi á milli flokksfélaga. „Af því að þetta eru vinir sem að hver treystir öðrum þá þora menn að koma með frumlegar hugmyndir og ræða þeir og það skilar sér oft í góðum lausnum,“ segir Sigmundur Davíð.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira