Þurrkur truflar skipasiglingar á Rínarfljóti Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 14:27 Um 80% af vöruflutningum með skipum í Þýskalandi fara fram um Rínarfljót. Skip þar hafa ekki getað siglt fullfermd vegna þurrks undanfarna mánuði. Vísir/EPA Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina. Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Vöruflutningaskip sem sigla á Rínarfljóti í Þýskalandi hafa þurft að draga úr farmi sínum eða hætta alveg að sigla á því, svo lítið er í fljótinu. Ástæðan er einn versti þurrkur sem sögur fara af en hann hefur einnig komið niður á iðnaði við fljótið. Rín er mikilvægasta flutningaskipaleið Þýskalands. Vatnshæðin í fljótinu hefur hins vegar verið í sögulegu lágmarki í fleiri mánuði. Nú er svo komið að ekki er lengur hægt að sigla sumum skipum þar sem fljótið er sem grynnst. Fyrir vikið hefur starfsemi í höfnum við ána nær stöðvast sums staðar og flytja hefur þurft milljónir tonna af varningi með lestum eða flutningabílum í staðinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Efnaframleiðandinn BASF þurfti einni að draga úr framleiðslu sinni í verksmiðju sem nýtir vatnið úr Rín til kælingar í sumar. Bandaríska blaðið fylgdi eftir skipstjóra flutningaskips seint í október. Þá stóð vatnið í skipaleið sem var grafin nærri miðjum farvegi fljótsins aðeins í um einum og hálfum metra þar sem það er vanalega um 3,3 metrar að dýpt. Þó að þyngd farmsins væri aðeins um þriðjungur af þeirri sem skipið flytur vanalega munaði aðeins nokkrum sentímetrum að það tæki niður.Uppþornaður bakki Rínarfljóts nærri Speyer í Þýskalandi.Vísir/EPA„Ég hef aldrei upplifað svona lítið vatn hérna. Það er að verða svo lágt að það er mjög erfitt fyrir skip að fara um,“ segir Frank Sep flutningsskipstjóri sem hefur siglt á fljótinu í 35 ár. Svipaða sögu er að segja af hlutum Dónár og Elbu sem einnig eru mikilvægar skipaleiðir eftir sérstaklega þurrt sumar í Evrópu. Hagsmunasamtök bænda telja að tap þeirra hlaupi á milljörðum dollara. Vatnsmagnið í Rín fer ekki aðeins eftir úrkomu heldur einnig bráðnun íss og snævar í Alpafjöllum. Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa þegar gengið verulega á vatnsforðann í fjöllum. Vísindamenn vara einnig við því að þurrkar sem þessir verði tíðari eftir því sem líður á öldina.
Evrópa Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira