Píratar ræða meint einelti innan flokksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 5. nóvember 2018 22:05 Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“ Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Ólga er innan Pírata vegna meints eineltis innan flokksins og niðurstöðu úrskurðarnefndar. Málið snýst um að framkvæmdastjóri flokksins réð til sín aðstoðarmann án auglýsingar. Flokksmaður kærði ráðninguna, og úrskurðarnefnd skilaði niðurstöðu um að lög flokksins hafi verið brotin og víkja eigi starfsmanninum úr starfi. Framkvæmdaráði bar að samþykkja ráðninguna á sínum tíma en Sindri Viborg, sem var formaður framkvæmdaráðs, hætti í september og segir hann í færslu á Facebook að í flokknum sé grasserandi eineltishegðun. Erla Hlynsdóttir, framkvæmdarstjóri Pírata, sagði í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 að hún hafi fengið samþykki fyrir ráðningunni frá framkvæmdaráði flokksins og það hafi verið staðfest í fundargerðum ráðsins. Hún segir mikla ánægju hafa verið með störf starsfmannsins en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hann haldi áfram. Mikil umræða hefur verið um einelti innan Pírata og segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að augljóst sé að það þurfi að taka á málunum. „Það er bersýnilegt af þeim frásögnum sem við heyrum að við þurfum að taka til í okkar ranni, það hlýtur að liggja fyrir. Gegnsæi okkar felst í því að við leynum ekki slíku,“ sagði Helgi Hrafn og sagði flokkinn taka slíkum frásögnum alvarlega. Hann segir málið þó vera flókið. „Það er erfitt eða ómögulegt fyrir mig akkúrat núna að taka afstöðu í einhverju slíku en við hlustum á alla, við tökum þetta alvarlega og við erum að bregðast við hér og nú.“
Stj.mál Tengdar fréttir Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00 Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12 Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Úrsagnir og illdeilur innan raða Pírata Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Flokkurinn hefur logað í illdeilum síðustu vikurnar og fólk sagt sig úr honum vegna eineltis. 5. nóvember 2018 06:00
Varaborgarfulltrúi vill ekki starfa undir merkjum Pírata Rannveig Ernudóttir, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, hefur sent skrifstofu borgarstjórnar erindi þar sem hún óskar eftir því að vera upplýst um stöðu sína gagnvart borginni sem kjörinn fulltrúi, kjósi hún að yfirgefa Pírata. Rannveig segist vilja starfa áfram í þágu borgarbúa, en þó ekki lengur undir merkjum Pírata. 2. nóvember 2018 23:12
Atli segir sig úr Pírötum: „Ég get ekki tengst hreyfingu sem setur kíkinn fyrir blinda augað gagnvart svona hegðun“ Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins. 3. nóvember 2018 16:27