„Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 08:02 Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/getty Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. Tilkynnt var um kaupin í gær en þau áttu sér stuttan aðdraganda; viðræður hófust síðdegis á föstudag, fóru fram um helgina og lauk með fyrrgreindum kaupum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá gríðarlega fjölgun ferðamanna sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein landsins en greinin er afar háð farþegaflugi hingað til lands þar sem það er ákveðið lykilatriði að ferðamaðurinn komist á áfangastað. WOW air fór í jómfrúarflug sitt árið 2012 og hóf flug til Bandaríkjanna árið 2015 í samkeppni við Icelandair. Félagið vakti strax athygli fyrir hversu ódýr flug það bauð yfir Atlantshafið sem endurspeglast að einhverju leyti í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Þannig segir í fyrirsögn á vef Business Insider: „Flugfélagið sem var frægast fyrir að bjóða flug á 55 dollara frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur verið keypt af sínum helsta keppinaut.“ Á ferðavef Condé Nast er þeirri spurning velt upp hvað verður um þessi ódýru flug: „Icelandair kaupir WOW air (og breytir því hvernig við fljúgum til Íslands). En stærstu spurningunni er ósvarað: Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Á vef Bloomberg er kaupum Icelandair á sínum helsta keppinaut líkt við hjónaband og í frétt Washington Post er það dregið fram að bæði félögin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarin misseri. Í frétt Forbes segir að veturinn hafi komið hjá öðru „norrænu“ flugfélagi. Er rifjað upp hversu mikill fjöldi evrópskra lággjaldaflugfélaga hefur horfið af markaði undanfarið, þar á meðal Monarch, Air Berlin og SkyWork. „Icelandair, flaggskip Íslands í flugi, er almennt séð flugfélag sem veitir viðbótarþjónustu en félagið flýgur til 48 áfangastaða. Það hefur verið í rekstri síðan 1937 [...]. WOW air aftur á móti er talið vera hið klassíska lággjaldaflugfélag. Jafnvel eftir að tilkynnt var um kaupin í dag var WOW enn að auglýsa mjög ódýr flug aðra leið, til dæmis Chicago-Reykjavík á 99 dollara eða New York-Berlín á 159 dollara,“ segir á vef Forbes.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. Tilkynnt var um kaupin í gær en þau áttu sér stuttan aðdraganda; viðræður hófust síðdegis á föstudag, fóru fram um helgina og lauk með fyrrgreindum kaupum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá gríðarlega fjölgun ferðamanna sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein landsins en greinin er afar háð farþegaflugi hingað til lands þar sem það er ákveðið lykilatriði að ferðamaðurinn komist á áfangastað. WOW air fór í jómfrúarflug sitt árið 2012 og hóf flug til Bandaríkjanna árið 2015 í samkeppni við Icelandair. Félagið vakti strax athygli fyrir hversu ódýr flug það bauð yfir Atlantshafið sem endurspeglast að einhverju leyti í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Þannig segir í fyrirsögn á vef Business Insider: „Flugfélagið sem var frægast fyrir að bjóða flug á 55 dollara frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur verið keypt af sínum helsta keppinaut.“ Á ferðavef Condé Nast er þeirri spurning velt upp hvað verður um þessi ódýru flug: „Icelandair kaupir WOW air (og breytir því hvernig við fljúgum til Íslands). En stærstu spurningunni er ósvarað: Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Á vef Bloomberg er kaupum Icelandair á sínum helsta keppinaut líkt við hjónaband og í frétt Washington Post er það dregið fram að bæði félögin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarin misseri. Í frétt Forbes segir að veturinn hafi komið hjá öðru „norrænu“ flugfélagi. Er rifjað upp hversu mikill fjöldi evrópskra lággjaldaflugfélaga hefur horfið af markaði undanfarið, þar á meðal Monarch, Air Berlin og SkyWork. „Icelandair, flaggskip Íslands í flugi, er almennt séð flugfélag sem veitir viðbótarþjónustu en félagið flýgur til 48 áfangastaða. Það hefur verið í rekstri síðan 1937 [...]. WOW air aftur á móti er talið vera hið klassíska lággjaldaflugfélag. Jafnvel eftir að tilkynnt var um kaupin í dag var WOW enn að auglýsa mjög ódýr flug aðra leið, til dæmis Chicago-Reykjavík á 99 dollara eða New York-Berlín á 159 dollara,“ segir á vef Forbes.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50