Bréf Icelandair lækka á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2018 11:20 Flugvél Icelandair sést hér lenda í Zürich. Getty/Sopa Það sem af er morgni hafa hlutabréf í Icelandair lækkað um næstum sex prósent. Eftir að greint var frá yfirtöku félagsins á WOW Air í gær hækkuðu bréfin í Icelandair hratt og við lokun markaða í gær hafði hækkunin numið 39 prósentum.Það vantar því töluvert upp á það að hækkun gærdagsins gangi til baka. Virði bréfa í félaginu er nú um 10,5 krónur á hlut, fór hæst í rúmlega 11 krónur í gær en var um 7,9 krónur við lokun markaða á föstudag. Bréf í Icelandair hafa verið á miklu flugi undanfarnar vikur en heildarhækkun bréfanna síðastliðinn mánuð nemur um 65 prósentum. Hækkunin kemur eftir mikið lækkunarskeið hjá Icelandair síðustu misseri. Alls hafa bréfin í félaginu lækkað um næstum 30 prósent síðustu 12 mánuði.Sjá einnig: Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW AirÚrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,6 prósent í morgun en af öllum félögum í Kauphöllinni hafa verið langmest viðskipti með bréf í Icelandair. Nú á tólfta tímanum námu viðskiptin um 385 milljónum króna en næst mestu viðskiptin hafa verið með bréf í olíufélaginu N1, um 47 milljónir króna.Það var fjörugur dagur á markaði í gær en við lokun þeirra síðdegis höfðu verið gerði 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Það sem af er morgni hafa hlutabréf í Icelandair lækkað um næstum sex prósent. Eftir að greint var frá yfirtöku félagsins á WOW Air í gær hækkuðu bréfin í Icelandair hratt og við lokun markaða í gær hafði hækkunin numið 39 prósentum.Það vantar því töluvert upp á það að hækkun gærdagsins gangi til baka. Virði bréfa í félaginu er nú um 10,5 krónur á hlut, fór hæst í rúmlega 11 krónur í gær en var um 7,9 krónur við lokun markaða á föstudag. Bréf í Icelandair hafa verið á miklu flugi undanfarnar vikur en heildarhækkun bréfanna síðastliðinn mánuð nemur um 65 prósentum. Hækkunin kemur eftir mikið lækkunarskeið hjá Icelandair síðustu misseri. Alls hafa bréfin í félaginu lækkað um næstum 30 prósent síðustu 12 mánuði.Sjá einnig: Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW AirÚrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,6 prósent í morgun en af öllum félögum í Kauphöllinni hafa verið langmest viðskipti með bréf í Icelandair. Nú á tólfta tímanum námu viðskiptin um 385 milljónum króna en næst mestu viðskiptin hafa verið með bréf í olíufélaginu N1, um 47 milljónir króna.Það var fjörugur dagur á markaði í gær en við lokun þeirra síðdegis höfðu verið gerði 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30