Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2018 14:25 Skúli Mogensen þakkar fyrir kveðjurnar sem honum hafa borist eftir að greint var frá fyrirhugaðri sameiningu WOW og Icelandair. Getty/bloomberg Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. Í færslu á Facebook segir Skúli að augljóst sé að salan hafi ekki verið í upprunalegu áformum hans. Ákvörðunin hafi hins vegar, í ljósi aðstæðna, verið talin best til þess fallin að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Eins og áður hefur komið fram verður áfram flogið undir merkjum WOW og Icelandair eftir samrunann. Skúli segist sannfærður um að áframhaldandi vöxtur sé í kortunum fyrir bæði vörumerkin og að samruninn muni leiða til „sterks, sjálfbærs og alþjóðlegs flugfélags sem muni spjara sig vel í sífellt harðari samkeppni í fluggeiranum.“ Hann segist stoltur af þeim starfsmönnum sem lagt hafa fyrirtækinu lið á undanförnum sjö árum. Þeir hafa ítrekað staðið af sér úrtöluraddir í samkeppni við mörg af stærstu flugfélögum heims. „Ég er 100% ákveðinn í að sjá til þess að næsta skref í sögu WOW verði farsælt og að starfsfólk okkar muni halda áfram að bjóða upp á nýjar lausnir og tryggja viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu á góðu verði,“ skrifar Skúli og þakkar fyrir hlýhuginn sem honum hefur verið sýndur síðustu daga. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 „Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. 6. nóvember 2018 08:02 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. Í færslu á Facebook segir Skúli að augljóst sé að salan hafi ekki verið í upprunalegu áformum hans. Ákvörðunin hafi hins vegar, í ljósi aðstæðna, verið talin best til þess fallin að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Eins og áður hefur komið fram verður áfram flogið undir merkjum WOW og Icelandair eftir samrunann. Skúli segist sannfærður um að áframhaldandi vöxtur sé í kortunum fyrir bæði vörumerkin og að samruninn muni leiða til „sterks, sjálfbærs og alþjóðlegs flugfélags sem muni spjara sig vel í sífellt harðari samkeppni í fluggeiranum.“ Hann segist stoltur af þeim starfsmönnum sem lagt hafa fyrirtækinu lið á undanförnum sjö árum. Þeir hafa ítrekað staðið af sér úrtöluraddir í samkeppni við mörg af stærstu flugfélögum heims. „Ég er 100% ákveðinn í að sjá til þess að næsta skref í sögu WOW verði farsælt og að starfsfólk okkar muni halda áfram að bjóða upp á nýjar lausnir og tryggja viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu á góðu verði,“ skrifar Skúli og þakkar fyrir hlýhuginn sem honum hefur verið sýndur síðustu daga. Færslu hans má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 „Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. 6. nóvember 2018 08:02 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13
„Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. 6. nóvember 2018 08:02
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15