Neytendavá Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, kynnti áform um skuldabréfaútboð félagsins til þess að fjármagna áframhaldandi rekstur þess, en útboðinu lauk um miðjan september. Það dugði skammt. Greint var frá því á mánudag að stjórn Icelandair hefði gert samning um kaup á öllu hlutafé í félaginu. Um mánaðamótin varð stjórnendum ljóst að rekstur WOW air í núverandi mynd gæti ekki gengið. Það eru vitaskuld slæmar fréttir, ekki síst fyrir neytendur í landinu. Kaup Icelandair bar brátt að, en samkvæmt heimildum þessa blaðs hófust viðræður Skúla við forsvarsmenn Icelandair síðdegis á föstudag og kláruðust strax á mánudegi. Íslensku flugfélögin tvö, líkt og önnur í Evrópu, glíma við miklar áskoranir, svo sem hátt eldsneytisverð og lág meðalfargjöld og víðar en hér á landi er búist við samþjöppun á flugmarkaði. Ljósi punkturinn er sá að ef fyrirhuguð kaup ganga eftir hefur þrátt fyrir allt tekist að eyða öðrum tveggja stærstu óvissuþátta í íslensku efnahagslífi, sem er framtíð WOW air. Samkvæmt sviðsmyndagreiningu stjórnvalda getur gjaldþrot flugfélagsins þýtt að landsframleiðsla dragist saman um tvö til þrjú prósent og gengi krónunnar veikist um 13 prósent á næsta ári. Sumir sérfræðingar sem stjórnvöld kölluðu til töldu greininguna meira að segja gefa tilefni til of mikillar bjartsýni. Fall WOW hefði mikil keðjuverkandi áhrif. Því hlýtur það að teljast fagnaðarefni ef rekstri WOW hefur verið komið í örugga höfn. En það er fullsnemmt að hrósa varnarsigri. Til þess að kaupin gangi eftir þarf félag Skúla að undirgangast áreiðanleikakönnun, líkt og venjan er við viðskipti af þessu tagi, þar sem ítarleg rannsókn á eigna- og rekstrarstöðu félagsins fer fram. Vonandi kemur Skúli standandi út úr því. Þá eiga samkeppnisyfirvöld eftir að leggja blessun sína yfir kaupin, en sérfræðingar segja samrunann með þeim flóknari sem farið hafa fram hér á landi. Til þess hafa yfirvöld samkeppnismála rúma fjóra mánuði, en ekki er útséð með að WOW geti lifað af í svo marga mánuði eitt og sér. Það hlýtur að verða ráðist hratt og örugglega í verkið. Neikvæðu áhrifin af samruna félaganna tveggja fyrir landsmenn eru töluverð – aðallega dýrari flugmiði. WOW hefur eftir allt saman verið helsti keppinautur Icelandair og kærkomin viðbót í flóruna fyrir íslenska neytendur. Með sameiningunni, ef af henni verður, mun sennilega létta á þrýstingi um ódýrt miðaverð. Íslenskir neytendur verða að stóla á að erlend samkeppni gæti haldið nýju, sameinuðu félagi á tánum í þeim efnum. Ef allt annað gengur eftir, verður seinagangur kerfisins vonandi ekki sameiningunni ljár í þúfu. Það er heldur ekki sviðsmynd sem kemur íslenskum neytendum til góða.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun