Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Sveinn Arnarsson skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. „Það er eiginlega hægt að segja að það er óvissan sem er verst fyrir félagsmenn okkar. Þeir vita ekkert hvað tekur við og það veit svo sem enginn hvað bíður okkar og hvað verður,“ segir Berglind. „Við munum bara standa við bakið á okkar félagsmönnum og verðum til taks og munum boða til félagsfundar eftir þörfum. Frekari upplýsingar höfum við ekki í augnablikinu.“ Í dag eru félagsmenn FFÍ rúmlega 700. Þeir starfa hjá Icelandair, Air Iceland Connect og WOW air. Ljóst er að nú eru allir félagsmenn FFÍ starfandi undir sama félaginu sem er Icelandair Group. „Það hafa þó nokkrir félagsmenn okkar haft samband og eru að velta fyrir sér stöðunni,“ bætir Berglind við. „Rétt er þó að taka fram að þó Icelandair taki yfir WOW air þá þarf það ekkert að vera að flugfreyjurnar fari á annan kjarasamning. Nú fyrir er Icelandair Group með tvö fyrirtæki, annars vegar Icelandair og hins vegar Air Iceland Connect og þar eru tveir mismunandi kjarasamningar. Þetta verða því samkvæmt okkar skilningi enn þrír kjarasamningar og félagsmenn ættu að geta gengið að því sem vísu.“ Margir starfsmenn WOW air hafa talað vel um fyrirtækið á samfélagsmiðlum í gær. Berglind segir það til marks um hvað félagsmenn séu stoltir af að vinna hjá fyrirtækinu. „Það sýnir bara að fyrir þennan hóp er fyrirtækið þeim mjög kært og sýnir góðan anda innan þess.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. „Það er eiginlega hægt að segja að það er óvissan sem er verst fyrir félagsmenn okkar. Þeir vita ekkert hvað tekur við og það veit svo sem enginn hvað bíður okkar og hvað verður,“ segir Berglind. „Við munum bara standa við bakið á okkar félagsmönnum og verðum til taks og munum boða til félagsfundar eftir þörfum. Frekari upplýsingar höfum við ekki í augnablikinu.“ Í dag eru félagsmenn FFÍ rúmlega 700. Þeir starfa hjá Icelandair, Air Iceland Connect og WOW air. Ljóst er að nú eru allir félagsmenn FFÍ starfandi undir sama félaginu sem er Icelandair Group. „Það hafa þó nokkrir félagsmenn okkar haft samband og eru að velta fyrir sér stöðunni,“ bætir Berglind við. „Rétt er þó að taka fram að þó Icelandair taki yfir WOW air þá þarf það ekkert að vera að flugfreyjurnar fari á annan kjarasamning. Nú fyrir er Icelandair Group með tvö fyrirtæki, annars vegar Icelandair og hins vegar Air Iceland Connect og þar eru tveir mismunandi kjarasamningar. Þetta verða því samkvæmt okkar skilningi enn þrír kjarasamningar og félagsmenn ættu að geta gengið að því sem vísu.“ Margir starfsmenn WOW air hafa talað vel um fyrirtækið á samfélagsmiðlum í gær. Berglind segir það til marks um hvað félagsmenn séu stoltir af að vinna hjá fyrirtækinu. „Það sýnir bara að fyrir þennan hóp er fyrirtækið þeim mjög kært og sýnir góðan anda innan þess.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15
Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30