Tugir þúsunda í fjöldagröfum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2018 08:30 Frá uppgreftri fjöldagrafar í Sýrlandi. vísir/getty Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira