Tugir þúsunda í fjöldagröfum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. nóvember 2018 08:30 Frá uppgreftri fjöldagrafar í Sýrlandi. vísir/getty Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Rannsakendur skrifstofu mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendinefnd mannréttindaráðs SÞ í Írak hafa fundið 202 fjöldagrafir fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Írak. Frá þessu var greint í skýrslu sem skrifstofa mannréttindastjóra birti í gær. ISIS sölsaði undir sig stóra hluta Íraks frá árinu 2014 til 2017 og innlimuðu í svokallað kalífadæmi. Í þessum hernaðaraðgerðum voru, að sögn rannsakenda, að minnsta kosti 30.000 almennir borgarar myrtir í Írak og 55.150 særðust. Tekið er fram í skýrslunni að þessar tölur endurspegli algjöran lágmarksfjölda. Flestar fjöldagrafanna 202 sem fundist hafa eru í Nínívehéraði, eða 95 talsins. Þá hafa 37 fundist í Kirkuk, 36 í Salah al-Din og 24 í Anbar. Samkvæmt útreikningum rannsakenda eru alls á milli 6.000 og 12.000 fórnarlömb ISIS grafin í fjöldagröfunum, þar af á milli 4.000 og 10.500 í Níníve. Flestar þeirra fundust í kringum borgina Mósúl og í Sinjar, en þar tilheyra flestir íbúar þjóðflokki Jasída. Þá hefur yfirvöldum tekist að grafa alls 1.258 fórnarlömb upp úr 28 fjöldagröfum. Að því er rannsakendur segja í skýrslunni eru fórnarlömbin talin hafa verið myrt vegna þess að þau pössuðu ekki inn í hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna. Þannig er talið að fyrrverandi embættismenn eða háttsettir ríkisstarfsmenn, læknar, lögfræðingar, blaðamenn, trúarleiðtogar og stjórnmálakonur hafi verið myrt svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmörg þessara fórnarlamba voru dregin fyrir nokkurs konar dómstóla ISIS þar sem dauðarefsingardómar féllu. Var fólk því tekið af lífi á almannafæri. Til dæmis skotið, afhöfðað, brennt, kastað af þaki bygginga eða keyrt yfir það á jarðýtum. Illindi ISIS beindust einna helst gegn fyrrnefndum Jasídum og kemur fram í skýrslunni að skæruliðarnir hafi framið fjöldamorð, fjöldanauðganir og mannrán á Jasídum, pyntað þá og neytt til þess að taka upp trúarsiði hryðjuverkasamtakanna. Enn er talið að rúmlega 3.000 Jasídar séu í haldi ISIS Vegna þessa ástands skora bæði sendinefndin og mannréttindastjóri á Alþjóðasamfélagið að styðja vinnu Íraksstjórnar við að grafa upp og bera kennsl á fórnarlömbin sem og á Íraksstjórn að vernda fjöldagrafirnar og nálgast rannsóknir á þeim út frá fórnarlömbunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira