Tæplega áttatíu skólabörnum sem var rænt úr heimavistarskóla í norðvesturhluta Kamerún á mánudag hefur verið sleppt úr haldi. Skólastjórinn, ökumaður skólarútu barnanna og kennari eru enn í haldi.
Breska ríkisútvarpið BBC segir að ríkisstjórn landsins og aðskilnaðarsinnar á svæðinu hafi sakað hvor annan um að hafa rænt börnunum í Bamenda, höfuðborg enskumælandi norðvesturhéraðsins.
Aðskilnaðarsinnarnir stefna að stofnun sjálfstæðs ríkis. Þeir halda því fram að menntakerfi Afríkuríkisins brjóti á enskumælandi nemendum með áherslu sinni á franskra tungu.
Hópur nemenda frelsaður úr haldi mannræningja

Tengdar fréttir

Um áttatíu nemendum rænt í Kamerún
Árásir herskárra aðskilnaðarsinna hafa verið tíðar í hinum enskumælandi Norðvestur- og Suðvesturhéruðum landsins síðustu misserin.