Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. nóvember 2018 14:26 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn. Íslenska krónan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að hækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur í 4,5 prósent. „Sú röksemd sem vóg þyngst var það að hærri verðbólga og hærri verðbólguvæntingar, til skemmri tíma, voru búin að lækka raunvexti bankans þannig að þeir voru komnir vel niður fyrir eitt prósent á þann mælikvarða sem við notum. Við töldum það of mikið á þessu stigi málsins vegna þess að þó það sé að hægja á þá er spennan ennþá töluverð og nýliðinn hagvöxtur var töluverður og verðbólgan er þar sem hún er,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Verðbólga var 2,8 prósent í október. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að bankinn reikni með því að verðbólgan haldi áfram að aukast.Kjarasamningarnir stærsti óvissuþátturinn „Við gerum ráð fyrir að hún hækki og fari yfir 3 prósent á síðasta fjórðungi ársins og verði 3,5 prósent á fyrri helmingi næsta árs og verði yfir 3 prósent allt árið. Þarna er fyrst og fremst að hafa áhrif þessi nýorðna lækkun á gengi krónunnar og svo er olíuverð og alþjóðlegt verð að hækka. Þessir þættir eru að þrýsta verðbólgunni upp og meira en við reiknuðum með,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir að einn stærsti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi um þessar mundir séu komandi kjarasamningar. Almennt er talað um að svigrúm til launahækkana sé samtalan af áætlaðri framleiðniaukningu í hagkerfinu, 1,5 prósent og verðbólgumarkmiði, sem er 2,5 prósent, ef stefnt sé því að viðhalda stöðugleika. Það þýðir fjögurra prósenta launahækkun. „Við höfum sagt að ef kjarasamningar fela í sér hækkanir langt um fram það sem við teljum (raunhæft) þá verðum við að bregðast við enda er það lögbundið hlutverk Seðlabankans að halda verðbólgu í 2,5 prósent til lengri tíma,“ segir Þórarinn.
Íslenska krónan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira