Jemen – Ákall um aðstoð Kristín S. Hjálmtýsdóttir og Sveinn Kristinsson skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen sem er fyrst og fremst til komin vegna vopnaðra átaka í landinu. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna þess alvarlega ástands sem íbúar í landinu standa frammi fyrir og bregst um leið við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar neyðar sem nú þegar ríkir í Jemen.Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á ÍslandiHafnbann og lyfjaskortur Áætlað er að 60% jemensku þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigðiskerfi landsins hefur hrunið, bæði vegna árása á spítala og heilbrigðisstarfsfólk, en einnig er skortur á lyfjum og lækningatækjum sem er afleiðing hafnbanns og lokunar flugvallarins í Sanaa, höfuðborg Jemens. Skortur á lyfjum og lækningatækjum veldur því að börn eru ekki bólusett, einnig er mikill fjöldi barna vannærður og eykst sá fjöldi enn! Þetta hefur í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist, oft með banvænum afleiðingum. Hreint vatn og lyf eru nú lúxusvara í Jemen sem aftur veldur því að sjúkdómar á borð við kóleru og mislinga leggjast á fleiri og fleiri Jemena. Rauði krossinn hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við þessu ófremdarástandi.Lífshættulegar aðstæður Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði hálfmáninn í Jemen reyna eftir megni að aðstoða bágstadda við afar erfiðar og oft lífshættulegar aðstæður. Á fyrri hluta ársins 2018 veitti Rauði krossinn um 500 þúsund manns mataraðstoð, hjálpaði yfir tveimur milljónum Jemena með aðgengi að vatni og auknu hreinlæti og hjúkraði um 14 þúsund manns sem höfðu særst í átökunum. Aðgengi Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka að þolendum átaka og hungurs er því miður takmarkað. Sömuleiðis eru miklar hindranir á innflutningi hjálpargagna og hefur þetta gert allt hjálparstarf mjög erfitt. Það er ljóst að mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann geta hvorki leyst átökin né fætt jemensku þjóðina til framtíðar. Rauði krossinn og önnur mannúðarsamtök geta hins vegar veitt lífsbjargandi aðstoð til barna og fullorðinna í aðstæðum sem þessum. Við minnum á að það er á ábyrgð stríðandi fylkinga og alþjóðasamfélagsins að tryggja varanlegan frið svo íbúar Jemens geti hafið endurreisn og byggt sér og komandi kynslóðum betri framtíð.Verðum að bregðast við Rauði krossinn á Íslandi kallar nú eftir auknum viðbrögðum og stuðningi íslenskra stjórnvalda vegna þess ástands sem nú blasir við íbúum Jemens. Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar vakið athygli á ástandinu í Jemen á alþjóðavettvangi – því miður aðeins eitt fárra ríkja sem það hefur gert! En betur má ef duga skal. Rauði krossinn á Íslandi skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir pólitískri lausn á átökunum samhliða því að tala fyrir öruggu aðgengi mannúðarsamtaka og hjálpargagna inn í landið. Opna þarf á ný flugvöllinn í Sanaa og tryggja að hafnbanni verði aflétt. Ástandið í Jemen er með öllu óásættanlegt. Hungursneyð og ónýtt heilbrigðiskerfi, innviðir landsins og efnahagur eru í rúst. Milljónir eru á flótta og milljónir fara svangar að sofa. Þetta ástand er bein afleiðing af síendurteknum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum og virðingarleysi gegn mannlegri reisn. Af þessum sökum deyr mikill fjöldi saklausra borgara á degi hverjum, sumir úr næringarskorti og hungri, aðrir úr læknanlegum sjúkdómum og enn aðrir af völdum vopnaðra átaka. Á meðan ástandið í Jemen lagast ekki eru það mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann sem standa vaktina. Nauðsynlegt er að safna fjármagni svo hægt sé að senda mikið magn hjálpargagna til bágstaddra í Jemen og þannig bregðast við þeirri hungursneyð sem mikill meirihluti borgara landsins stendur frammi fyrir. Tíminn skiptir máli, því líf milljóna Jemena er í húfi. Þú getur stutt lífsbjargandi mannúðarstarf Rauða krossins í Jemen með 2.900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen sem er fyrst og fremst til komin vegna vopnaðra átaka í landinu. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna þess alvarlega ástands sem íbúar í landinu standa frammi fyrir og bregst um leið við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar neyðar sem nú þegar ríkir í Jemen.Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á ÍslandiHafnbann og lyfjaskortur Áætlað er að 60% jemensku þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigðiskerfi landsins hefur hrunið, bæði vegna árása á spítala og heilbrigðisstarfsfólk, en einnig er skortur á lyfjum og lækningatækjum sem er afleiðing hafnbanns og lokunar flugvallarins í Sanaa, höfuðborg Jemens. Skortur á lyfjum og lækningatækjum veldur því að börn eru ekki bólusett, einnig er mikill fjöldi barna vannærður og eykst sá fjöldi enn! Þetta hefur í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist, oft með banvænum afleiðingum. Hreint vatn og lyf eru nú lúxusvara í Jemen sem aftur veldur því að sjúkdómar á borð við kóleru og mislinga leggjast á fleiri og fleiri Jemena. Rauði krossinn hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við þessu ófremdarástandi.Lífshættulegar aðstæður Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði hálfmáninn í Jemen reyna eftir megni að aðstoða bágstadda við afar erfiðar og oft lífshættulegar aðstæður. Á fyrri hluta ársins 2018 veitti Rauði krossinn um 500 þúsund manns mataraðstoð, hjálpaði yfir tveimur milljónum Jemena með aðgengi að vatni og auknu hreinlæti og hjúkraði um 14 þúsund manns sem höfðu særst í átökunum. Aðgengi Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka að þolendum átaka og hungurs er því miður takmarkað. Sömuleiðis eru miklar hindranir á innflutningi hjálpargagna og hefur þetta gert allt hjálparstarf mjög erfitt. Það er ljóst að mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann geta hvorki leyst átökin né fætt jemensku þjóðina til framtíðar. Rauði krossinn og önnur mannúðarsamtök geta hins vegar veitt lífsbjargandi aðstoð til barna og fullorðinna í aðstæðum sem þessum. Við minnum á að það er á ábyrgð stríðandi fylkinga og alþjóðasamfélagsins að tryggja varanlegan frið svo íbúar Jemens geti hafið endurreisn og byggt sér og komandi kynslóðum betri framtíð.Verðum að bregðast við Rauði krossinn á Íslandi kallar nú eftir auknum viðbrögðum og stuðningi íslenskra stjórnvalda vegna þess ástands sem nú blasir við íbúum Jemens. Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar vakið athygli á ástandinu í Jemen á alþjóðavettvangi – því miður aðeins eitt fárra ríkja sem það hefur gert! En betur má ef duga skal. Rauði krossinn á Íslandi skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir pólitískri lausn á átökunum samhliða því að tala fyrir öruggu aðgengi mannúðarsamtaka og hjálpargagna inn í landið. Opna þarf á ný flugvöllinn í Sanaa og tryggja að hafnbanni verði aflétt. Ástandið í Jemen er með öllu óásættanlegt. Hungursneyð og ónýtt heilbrigðiskerfi, innviðir landsins og efnahagur eru í rúst. Milljónir eru á flótta og milljónir fara svangar að sofa. Þetta ástand er bein afleiðing af síendurteknum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum og virðingarleysi gegn mannlegri reisn. Af þessum sökum deyr mikill fjöldi saklausra borgara á degi hverjum, sumir úr næringarskorti og hungri, aðrir úr læknanlegum sjúkdómum og enn aðrir af völdum vopnaðra átaka. Á meðan ástandið í Jemen lagast ekki eru það mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann sem standa vaktina. Nauðsynlegt er að safna fjármagni svo hægt sé að senda mikið magn hjálpargagna til bágstaddra í Jemen og þannig bregðast við þeirri hungursneyð sem mikill meirihluti borgara landsins stendur frammi fyrir. Tíminn skiptir máli, því líf milljóna Jemena er í húfi. Þú getur stutt lífsbjargandi mannúðarstarf Rauða krossins í Jemen með 2.900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun