Íbúar á Vatnsenda lýsa óöld og ótta á svæðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. nóvember 2018 06:15 Yfirgefnir bústaðir á Vatnsenda stinga í stúf við íbúabyggðina. Fréttablaðið/Eyþór „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar,“ segir í samhljóða bréfum tveggja nágranna í Hólmaþingi til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Fleiri kvarta undan ástandinu. Í bréfum íbúanna segir að meðfram Elliðavatni sé á annan tug yfirgefinna sumarbústaða. Þeir hafi fram til þessa verið nýttir til partístands sem og leiksvæði barna. „Nú á síðustu mánuðum virðist sem atferli hústökumanna hafi breyst til hins verra og skemmdir eru unnar á bústöðum á kerfisbundinn hátt. Gengið er á milli bústaða, eldur kveiktur, húsgögn og girðingar brotnar niður sem og rúður brotnar,“ segir í bréfunum. Að sögn íbúanna hafa nágrannar þeirra kallað til lögreglu í nokkur skipti. Þeim ábendingum hafi verið sinnt seint og illa. „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar. Svæðið er Kópavogi til skammar, slysahætta er gríðarleg og útivistarfólk óttast öryggi sitt á síðkvöldum,“ segja íbúarnir. Þriðji íbúinn tekur í sérstöku bréfi undir áhyggjurnar. Hann vonist til að „Kópavogur grípi nú í taumana og lagfæri ástandið við vatnið“. Fjórða bréfið er frá manni sem kveður móður sína hafa átt sumarhús sem tekið hafi verið af henni með eignarnámi árið 2008. „Það var ósk móður minnar að garðurinn við sumarhúsið yrði gerður að almenningsgarði enda mjög vel gróinn með fallegum trjám sem plantað var frá 1942 til 1990,“ segir bréfritarinn. Húsið hafi ekki verið fjarlægt eins og til hafi staðið og það legið undir skemmdum. „Núna í vor hafa ungmenni í hverfinu gengið berserksgang í húsinu og brotið allar rúður, brotið hurðir, veggi og hent því dóti sem var í húsinu út um allt,“ segir maðurinn. Málið hefur verið tekið fyrir í tveimur nefndum Kópavogsbæjar sem telja ástandinu verulega ábótavant en benda á að umræddir bústaðir séu í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, segir bæinn hafa leitast við að fá landeiganda og leigutaka til þess að hreinsa svæðið. Boðað verði til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins til að móta tillögur um úrbætur. „Kópavogsbær leggur áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og auðið er enda ljóst að ráðast þarf í tiltekt á svæðinu,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar,“ segir í samhljóða bréfum tveggja nágranna í Hólmaþingi til bæjaryfirvalda í Kópavogi. Fleiri kvarta undan ástandinu. Í bréfum íbúanna segir að meðfram Elliðavatni sé á annan tug yfirgefinna sumarbústaða. Þeir hafi fram til þessa verið nýttir til partístands sem og leiksvæði barna. „Nú á síðustu mánuðum virðist sem atferli hústökumanna hafi breyst til hins verra og skemmdir eru unnar á bústöðum á kerfisbundinn hátt. Gengið er á milli bústaða, eldur kveiktur, húsgögn og girðingar brotnar niður sem og rúður brotnar,“ segir í bréfunum. Að sögn íbúanna hafa nágrannar þeirra kallað til lögreglu í nokkur skipti. Þeim ábendingum hafi verið sinnt seint og illa. „Það má segja að á svæðinu ríki óöld sem þarf að uppræta án tafar. Svæðið er Kópavogi til skammar, slysahætta er gríðarleg og útivistarfólk óttast öryggi sitt á síðkvöldum,“ segja íbúarnir. Þriðji íbúinn tekur í sérstöku bréfi undir áhyggjurnar. Hann vonist til að „Kópavogur grípi nú í taumana og lagfæri ástandið við vatnið“. Fjórða bréfið er frá manni sem kveður móður sína hafa átt sumarhús sem tekið hafi verið af henni með eignarnámi árið 2008. „Það var ósk móður minnar að garðurinn við sumarhúsið yrði gerður að almenningsgarði enda mjög vel gróinn með fallegum trjám sem plantað var frá 1942 til 1990,“ segir bréfritarinn. Húsið hafi ekki verið fjarlægt eins og til hafi staðið og það legið undir skemmdum. „Núna í vor hafa ungmenni í hverfinu gengið berserksgang í húsinu og brotið allar rúður, brotið hurðir, veggi og hent því dóti sem var í húsinu út um allt,“ segir maðurinn. Málið hefur verið tekið fyrir í tveimur nefndum Kópavogsbæjar sem telja ástandinu verulega ábótavant en benda á að umræddir bústaðir séu í umsjá ábúanda Vatnsendabýlisins. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, segir bæinn hafa leitast við að fá landeiganda og leigutaka til þess að hreinsa svæðið. Boðað verði til samráðsfundar landeiganda, byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlitsins til að móta tillögur um úrbætur. „Kópavogsbær leggur áherslu á að málið verði leyst eins fljótt og auðið er enda ljóst að ráðast þarf í tiltekt á svæðinu,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira