Viðvörun Hörður Ægisson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni átti ekki að koma neinum á óvart. Nefndin taldi, réttilega eða ranglega, að hún ætti engra annarra kosta völ en að sýna tennurnar. Trúverðugleiki hennar væri að öðrum kosti undir. Bankinn hefur það lögboðna hlutverk að halda verðbólgu um eða undir 2,5 prósentum, sem tókst samfleytt í meira en fjögur ár, en á mjög skömmum tíma hafa hins vegar verðbólguhorfur farið hratt versnandi, þróun sem peningastefnunefndin hefur metið að hún gæti varla litið fram hjá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að vextirnir muni hækka enn frekar á næsta ári. Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélaganna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsakavaldur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxtahækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafnlaunahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum. Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrarerfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðishöftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðarefni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40 prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að skref voru tekin til að takast á við aflandskrónustabbann, þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skuldabréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hagkerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda. Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verðbólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur. Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í vikunni átti ekki að koma neinum á óvart. Nefndin taldi, réttilega eða ranglega, að hún ætti engra annarra kosta völ en að sýna tennurnar. Trúverðugleiki hennar væri að öðrum kosti undir. Bankinn hefur það lögboðna hlutverk að halda verðbólgu um eða undir 2,5 prósentum, sem tókst samfleytt í meira en fjögur ár, en á mjög skömmum tíma hafa hins vegar verðbólguhorfur farið hratt versnandi, þróun sem peningastefnunefndin hefur metið að hún gæti varla litið fram hjá. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að vextirnir muni hækka enn frekar á næsta ári. Ákvörðun um hækkun vaxta er sjaldnast til þess fallin að vekja sérstakar vinsældir. Svo var auðvitað ekki heldur í þetta sinn. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sagt vaxtahækkun Seðlabankans fela í sér stríðsyfirlýsingu. Þeir hafa hins vegar því miður kosið að líta ekki í eigin barm og hvort herskár málflutningur stéttarfélaganna, ásamt þeim óraunhæfu kröfum sem kynntar hafa verið úr þeim herbúðum, kunni að hafa verið orsakavaldur að baki hækkandi verðbólguvæntingum síðustu vikna og mánaða sem aftur réð hvað mestu um vaxtahækkunina. Fyrir flesta er svarið augljóst. Það er rétt sem bent hefur verið á að kröfugerð verkalýðsfélaganna er um margt ósamrýmanleg – lægri vextir og gríðarlegar nafnlaunahækkanir – og afleiðingarnar yrðu, eins og reynslan ætti að hafa kennt Íslendingum, stórfelld verðbólga og í kjölfarið skuldakreppa hjá mörgum heimilum. Færa má fyrir því rök að gengisveiking krónunnar að undanförnu, sem hefur auðvitað ekki hvað síst stafað af óvissu um stöðuna á vinnumarkaði og miklum rekstrarerfiðleikum WOW air, hafi verið meiri en ella sökum ákvörðunar Seðlabankans að viðhalda stífari innflæðishöftum en nauðsyn hefur krafist. Það var því fagnaðarefni þegar bankinn tilkynnti um losun þeirra með því að lækka bindiskyldu á innflæði erlends fjármagns úr 40 prósentum í 20 prósent. Þótt setning innflæðishaftanna hafi verið réttlætanleg sumarið 2016, samtímis því að skref voru tekin til að takast á við aflandskrónustabbann, þá hefur öllum mátt vera ljóst að aðstæður til að rýmka höftin hafa fyrir margt löngu verið fyrir hendi. Flest bendir til þess að fjármagnsinnflæði í íslensk skuldabréf við þá breytingu sem Seðlabankinn hefur gert á höftunum verði hverfandi ef nokkuð. Seðlabankastjóri hefur sagt tilefni til að slaka enn frekar á þeim á næstunni og það hlýtur því aðeins að vera tímaspursmál hvenær gengið verði enn lengra og þau afnumin að fullu. Hagkerfið þarf á auknum erlendum fjárfestingum að halda. Ísland stendur á krossgötum. Raunvextir Seðlabankans hafa lækkað um tvær prósentur – úr þremur prósentum í liðlega eitt prósent – á innan við tveimur árum. Þessi lækkun, sem kemur til bæði vegna sögulega lágrar verðbólgu og lækkandi nafnvaxta, hefur skilað almenningi miklum kjarabótum. Forsendur til að halda áfram á sömu braut eru til staðar. Þar skiptir mestu jákvæð eignastaða við útlönd, áframhaldandi sparnaðarhneigð heimila og fyrirtækja, minnkandi skuldir innlendra aðila og að langtíma verðbólguvæntingar hækki ekki frekar frá því sem nú er. Allir vita hins vegar hvar stóra óvissan liggur. Seðlabankinn hefur núna sent frá sér viðvörun til aðila vinnumarkaðarins. Vonandi verður mark á henni tekið.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar