Jólaauglýsing Iceland bönnuð í Bretlandi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 11:31 Auglýsingin er í raun stuttmynd frá Greenpeace sem stórleikkonan Emma Thompson talsetti. Skjáskot Jólaauglýsing verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir stríða gegn reglum um pólitískar auglýsingar. Auglýsingin er í raun stutt teiknimynd framleidd af Greenpeace um umhverfisáhrif pálmaolíuframleiðslu, en pálmaolíu má finna í ýmsum mat- og hreinlætisvörum. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Í auglýsingunni rekst ung stúlka á órangútan í svefnherberginu sínu og spyrst fyrir um hvers vegna í ósköpunum apinn sé þar. Hann svarar því að það sé mannvera í skóginum sínum og lýsir áhrifum framleiðslunnar á líf hans í frumskóginum. Clearcast, sem sér um að kanna auglýsingar áður en þær fara í almenna sýningu í Bretlandi, sögðu auglýsinguna brjóta gegn banni á pólitískum auglýsingum frá árinu 2003. „Þetta var mynd sem Greenpeace gerði sem Emma Thompson talsetti,“ sagði Malcolm Walker, stofnandi Iceland í samtali við The Guardian. „Við fengum leyfi til að nota hana og fjarlægja merki Greenpeace og nota hana sem jólaauglýsingu,“ sagði hann og bætti við að auglýsingin hefði líklega slegið út jólaauglýsingu verslunarkeðjunnar John Lewis sem vekur yfirleitt mikla athygli um allan heim. Iceland mun engu að síður birta stuttar auglýsingar þar sem áhersla er lögð á vörur sem innihalda ekki pálmaolíu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. Bretland Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Jólaauglýsing verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir stríða gegn reglum um pólitískar auglýsingar. Auglýsingin er í raun stutt teiknimynd framleidd af Greenpeace um umhverfisáhrif pálmaolíuframleiðslu, en pálmaolíu má finna í ýmsum mat- og hreinlætisvörum. Iceland tilkynnti fyrr á árinu að keðjan hygðist hætta allri notkun á pálmaolíu við framleiðslu matvæla sem merkt eru fyrirtækinu. Framleiðsla á pálmaolíu veldur svo mikilli röskun á kjörlendi órangútana að dýrategundin er nú í mikilli útrýmingarhættu. Í auglýsingunni rekst ung stúlka á órangútan í svefnherberginu sínu og spyrst fyrir um hvers vegna í ósköpunum apinn sé þar. Hann svarar því að það sé mannvera í skóginum sínum og lýsir áhrifum framleiðslunnar á líf hans í frumskóginum. Clearcast, sem sér um að kanna auglýsingar áður en þær fara í almenna sýningu í Bretlandi, sögðu auglýsinguna brjóta gegn banni á pólitískum auglýsingum frá árinu 2003. „Þetta var mynd sem Greenpeace gerði sem Emma Thompson talsetti,“ sagði Malcolm Walker, stofnandi Iceland í samtali við The Guardian. „Við fengum leyfi til að nota hana og fjarlægja merki Greenpeace og nota hana sem jólaauglýsingu,“ sagði hann og bætti við að auglýsingin hefði líklega slegið út jólaauglýsingu verslunarkeðjunnar John Lewis sem vekur yfirleitt mikla athygli um allan heim. Iceland mun engu að síður birta stuttar auglýsingar þar sem áhersla er lögð á vörur sem innihalda ekki pálmaolíu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.
Bretland Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira