Svívirða kjartan hreinn Njálsson skrifar 30. október 2018 07:15 Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt.“ Þetta sagði Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í frétt Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um að leyfa þungunarrof að 22. viku meðgöngu. Það er hollt að eiga stöðugt og uppbyggjandi samtal um þungunarrof. Fóstureyðingar hafa verið hluti af okkar samfélagi í 80 ár. Þær eru og verða hluti af samfélagsgerð okkar. En verði umræðan um þetta mikilvæga mál háð úr skotgröfunum og á forsendum upphrópana, þá er hún dauðadæmd. Það að einhver manneskja þurfi að taka slíka ákvörðun er hörmulegt og að baki geta legið margþættar ástæður; félagslegar, læknisfræðilegar, og persónulegar. En það ber vott um mikið skilningsleysi á aðstæðum þessara kvenna að tala um að ákvörðunin sé tekin „bara því henni datt það í hug“. Í orðum þingmannsins er að finna það viðhorf til sjálfsákvörðunarréttar verðandi mæðra sem blasir við eftir að vanþekking, vanvirðing og forneskjuleg og úrsérgengin viðhorf hafa verið soðin niður í það sótsvarta gall sem oft á tíðum einkennir alla umræðu um þungunarrof. Örfá tilfelli á ári, teljandi á fingrum annarrar handar, koma upp þar sem verðandi móðir, gengin 22 vikur, óskar þess að þungun verði rofin. Hingað til, undir núverandi og úreltum lögum, hafa þessar konur þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá vilja sínum framgengt. Ekki er að sjá í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið að þungunarrof sé frekar gert síðar á meðgöngu með víðari tímaramma. Á öllum Norðurlöndunum eru 90 prósent þungunarrofa framkvæmd fyrir lok 12. viku og í kringum eitt prósent eru gerð eftir 16. viku. Í fyrirhuguðu frumvarpi heilbrigðisráðherra verður höfuðáhersla lögð á þennan sjálfsákvörðunarrétt. Vilji verðandi móður ræður og gildir einu hvaða ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Og það er þessi ákvörðun sem skiptir mestu. Samfélagið, ríkjandi viðhorf eða fordæming annarra má ekki bera sjálfsákvörðunarréttinn ofurliði. Frumvarpið virðist taka mið af fjölmörgum athugasemdum fæðingarlækna, kvensjúkdómalækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri sérfræðinga sem ítrekuðu í athugasemdum sínum við frumvarpið í sinni upprunalegu mynd að skynsamlegast sé að setja mörkin við 22. viku vegna þess að mörg alvarleg frávik eru ekki greinanleg fyrr en eftir 18. viku. Að þeirra mati er það heppilegast að verðandi mæður og foreldrar fái sem besta mynd af stöðu mála áður en ákvörðun er tekin. Það er eðlilegt og skynsamlegt viðhorf sem sæmir upplýstu og skilningsríku samfélagi. Í stað þess að fordæma ættum við að freista þess að skilja ástæðu ákvörðunarinnar um þungunarrof. Segir hún mögulega meira um það hvernig við lítum á fötlun og hugsum um þá sem sem stríða við langvinn og mikil veikindi í samfélagi okkar, heldur en um ágæti einstaklingsins sem tekur hina erfiðu ákvörðun? Gleymum ekki því umhverfi sem ákvörðunin er tekin í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt.“ Þetta sagði Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í frétt Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um að leyfa þungunarrof að 22. viku meðgöngu. Það er hollt að eiga stöðugt og uppbyggjandi samtal um þungunarrof. Fóstureyðingar hafa verið hluti af okkar samfélagi í 80 ár. Þær eru og verða hluti af samfélagsgerð okkar. En verði umræðan um þetta mikilvæga mál háð úr skotgröfunum og á forsendum upphrópana, þá er hún dauðadæmd. Það að einhver manneskja þurfi að taka slíka ákvörðun er hörmulegt og að baki geta legið margþættar ástæður; félagslegar, læknisfræðilegar, og persónulegar. En það ber vott um mikið skilningsleysi á aðstæðum þessara kvenna að tala um að ákvörðunin sé tekin „bara því henni datt það í hug“. Í orðum þingmannsins er að finna það viðhorf til sjálfsákvörðunarréttar verðandi mæðra sem blasir við eftir að vanþekking, vanvirðing og forneskjuleg og úrsérgengin viðhorf hafa verið soðin niður í það sótsvarta gall sem oft á tíðum einkennir alla umræðu um þungunarrof. Örfá tilfelli á ári, teljandi á fingrum annarrar handar, koma upp þar sem verðandi móðir, gengin 22 vikur, óskar þess að þungun verði rofin. Hingað til, undir núverandi og úreltum lögum, hafa þessar konur þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá vilja sínum framgengt. Ekki er að sjá í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið að þungunarrof sé frekar gert síðar á meðgöngu með víðari tímaramma. Á öllum Norðurlöndunum eru 90 prósent þungunarrofa framkvæmd fyrir lok 12. viku og í kringum eitt prósent eru gerð eftir 16. viku. Í fyrirhuguðu frumvarpi heilbrigðisráðherra verður höfuðáhersla lögð á þennan sjálfsákvörðunarrétt. Vilji verðandi móður ræður og gildir einu hvaða ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Og það er þessi ákvörðun sem skiptir mestu. Samfélagið, ríkjandi viðhorf eða fordæming annarra má ekki bera sjálfsákvörðunarréttinn ofurliði. Frumvarpið virðist taka mið af fjölmörgum athugasemdum fæðingarlækna, kvensjúkdómalækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri sérfræðinga sem ítrekuðu í athugasemdum sínum við frumvarpið í sinni upprunalegu mynd að skynsamlegast sé að setja mörkin við 22. viku vegna þess að mörg alvarleg frávik eru ekki greinanleg fyrr en eftir 18. viku. Að þeirra mati er það heppilegast að verðandi mæður og foreldrar fái sem besta mynd af stöðu mála áður en ákvörðun er tekin. Það er eðlilegt og skynsamlegt viðhorf sem sæmir upplýstu og skilningsríku samfélagi. Í stað þess að fordæma ættum við að freista þess að skilja ástæðu ákvörðunarinnar um þungunarrof. Segir hún mögulega meira um það hvernig við lítum á fötlun og hugsum um þá sem sem stríða við langvinn og mikil veikindi í samfélagi okkar, heldur en um ágæti einstaklingsins sem tekur hina erfiðu ákvörðun? Gleymum ekki því umhverfi sem ákvörðunin er tekin í.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar