Vann ekki leik í 634 daga en rekinn 39 dögum eftir að hann vann loks leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. október 2018 14:00 Ólíklegt er að það verði slegist um þjónustu Hue Jackson. vísir/getty NFL-liðið Cleveland Browns rak í gær þjálfara liðsins, Hue Jackson, sem hafði hangið ótrúlega lengi í starfi þrátt fyrir hörmulegan árangur. Á fyrsta ári Jackson með liðið vann það einn leik en tapaði fimmtán. Vont en lengi gat vont versnað. Á síðustu leiktíð tapaði Browns öllum sínum leikjum. Aðeins annað liðið í sögunni sem fer í gegnum heila leiktíð án þess að vinna leik. Einn sigurleikur í 32 leikjum var ekki nóg til þess að reka Jackson. Hann var enn þjálfari í upphafi þessa tímabils. Það byrjaði ágætlega. Jafntefli í fyrsta leik gegn Pittsburgh og svo komu tveir sigurleikir. Síðustu leikir aftur á móti verið hörmulegir og Jackson var rekinn í gær. 39 dögum eftir að hann vann loksins aftur leik með Browns. Biðin á milli sigra var 635 dagar. Í heildina stýrði Jackson liði Browns í 40 leikjum. Hann vann þrjá, gerði eitt jafntefli og tapaði 36. Þetta er næstversti árangur allra þjálfara frá upphafi sem hafa náð 40 leikjum með sín lið. Aðeins Bert Bell var lélegri þjálfari er hann var með Philadelphia Eagles frá 1936 til 1940. Hann var líka með Steelers 1941. Ástæðan fyrir því að hann var svona lengi þjálfari Eagles er að hann var líka eigandi liðsins. NFL Tengdar fréttir Browns rekur þjálfarann Það gengur ekki vel hjá íþróttaliðunum í Cleveland og nú er búið að reka báða aðalþjálfarana í borginni á tveimur dögum. 30. október 2018 06:00 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
NFL-liðið Cleveland Browns rak í gær þjálfara liðsins, Hue Jackson, sem hafði hangið ótrúlega lengi í starfi þrátt fyrir hörmulegan árangur. Á fyrsta ári Jackson með liðið vann það einn leik en tapaði fimmtán. Vont en lengi gat vont versnað. Á síðustu leiktíð tapaði Browns öllum sínum leikjum. Aðeins annað liðið í sögunni sem fer í gegnum heila leiktíð án þess að vinna leik. Einn sigurleikur í 32 leikjum var ekki nóg til þess að reka Jackson. Hann var enn þjálfari í upphafi þessa tímabils. Það byrjaði ágætlega. Jafntefli í fyrsta leik gegn Pittsburgh og svo komu tveir sigurleikir. Síðustu leikir aftur á móti verið hörmulegir og Jackson var rekinn í gær. 39 dögum eftir að hann vann loksins aftur leik með Browns. Biðin á milli sigra var 635 dagar. Í heildina stýrði Jackson liði Browns í 40 leikjum. Hann vann þrjá, gerði eitt jafntefli og tapaði 36. Þetta er næstversti árangur allra þjálfara frá upphafi sem hafa náð 40 leikjum með sín lið. Aðeins Bert Bell var lélegri þjálfari er hann var með Philadelphia Eagles frá 1936 til 1940. Hann var líka með Steelers 1941. Ástæðan fyrir því að hann var svona lengi þjálfari Eagles er að hann var líka eigandi liðsins.
NFL Tengdar fréttir Browns rekur þjálfarann Það gengur ekki vel hjá íþróttaliðunum í Cleveland og nú er búið að reka báða aðalþjálfarana í borginni á tveimur dögum. 30. október 2018 06:00 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Browns rekur þjálfarann Það gengur ekki vel hjá íþróttaliðunum í Cleveland og nú er búið að reka báða aðalþjálfarana í borginni á tveimur dögum. 30. október 2018 06:00