Viðurkennir að hafa orðið um hundrað sjúklingum að bana Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2018 12:28 Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári. Getty/David Hecker Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa orðið hundrað sjúklingum sínum að bana. Réttarhöld í máli mannsins hófust í þýsku borginni Oldenburg í morgun. Saksóknarar segja hinn 41 árs Niels Högel hafa gefið sjúklingunum banvæna lyfjaskammta, en hann gerði þetta á tveimur sjúkrahúsum í norðurhluta Þýskalands þar sem hann starfaði. Saksóknarar segja ástæðu mannsins fyrir að gefa sjúklingum lyfjaskammtana, hafi verið að gangast í augun á samstarfsfólki með því að endurlífga sjúklinga sem hann hafði eitrað fyrir.Afplánar nú þegar lífstíðardóm Högel afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sjúklungum að bana. Talið er að hann hafi banað alls 36 sjúklingum í Oldenburg og 64 í Delmenhorst á árunum 1999 til 2005. Þegar dómari spurði Högel í morgun hvort það sem fram kæmi í ákæru væri satt sagði Högel svo „nokkurn veginn“ vera.Mesti raðmorðingi eftirstríðsáranna Játningin gerir Högel að mesta raðmorðingja Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöld. Talið er að hann kunni að hafa orðið fleirum að bana, en lík fjölda mögulegra fórnarlamba voru brennd og því ekki hægt að taka sýni úr líkamsleifum viðkomandi. Upp komst um Högel árið 2005 þegar hann hafði sprautað lyfjum, sem ekki höfðu verið skrifuð út, í sjúkling í Delmenhorst. Árið 2008 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk svo lífstíðardóm árið 2015 eftir að hafa verið fundinn sekur um tvö manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í kjölfarið var ákveðið að taka sýni úr líkamsleifum um 130 sjúklinga sem höfðu verið í hans umsjá. Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári. Þýskaland Tengdar fréttir Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36 Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa orðið hundrað sjúklingum sínum að bana. Réttarhöld í máli mannsins hófust í þýsku borginni Oldenburg í morgun. Saksóknarar segja hinn 41 árs Niels Högel hafa gefið sjúklingunum banvæna lyfjaskammta, en hann gerði þetta á tveimur sjúkrahúsum í norðurhluta Þýskalands þar sem hann starfaði. Saksóknarar segja ástæðu mannsins fyrir að gefa sjúklingum lyfjaskammtana, hafi verið að gangast í augun á samstarfsfólki með því að endurlífga sjúklinga sem hann hafði eitrað fyrir.Afplánar nú þegar lífstíðardóm Högel afplánar nú þegar lífstíðardóm fyrir að hafa orðið sjúklungum að bana. Talið er að hann hafi banað alls 36 sjúklingum í Oldenburg og 64 í Delmenhorst á árunum 1999 til 2005. Þegar dómari spurði Högel í morgun hvort það sem fram kæmi í ákæru væri satt sagði Högel svo „nokkurn veginn“ vera.Mesti raðmorðingi eftirstríðsáranna Játningin gerir Högel að mesta raðmorðingja Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöld. Talið er að hann kunni að hafa orðið fleirum að bana, en lík fjölda mögulegra fórnarlamba voru brennd og því ekki hægt að taka sýni úr líkamsleifum viðkomandi. Upp komst um Högel árið 2005 þegar hann hafði sprautað lyfjum, sem ekki höfðu verið skrifuð út, í sjúkling í Delmenhorst. Árið 2008 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk svo lífstíðardóm árið 2015 eftir að hafa verið fundinn sekur um tvö manndráp og tvær tilraunir til manndráps. Í kjölfarið var ákveðið að taka sýni úr líkamsleifum um 130 sjúklinga sem höfðu verið í hans umsjá. Búist er við að réttarhöldin standi fram í maí á næsta ári.
Þýskaland Tengdar fréttir Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36 Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Þýskur hjúkrunarfræðingur grunaður um að hafa banað 84 sjúklingum Lögregla í Þýskalandi telur að hjúkrunarfræðingur, sem hlaut lífstíðardóm fyrir tveimur árum fyrir morð á sex sjúklingum, kunni að hafa drepið mun fleiri sjúklinga. 28. ágúst 2017 10:36
Kann að hafa banað á annað hundrað sjúklinga sinna Saksóknarar í Þýskalandi segja að þýski hjúkrunarfræðingurinn Niels Högel kunni að hafa drepið fjölda sjúklinga sinna. 9. nóvember 2017 13:00